Árbók VFÍ - 01.06.1992, Blaðsíða 246
244 Árbók VFÍ 1991/92
um kostnað við lokun kjarnorkuveranna að loknum eðlilegum rekstrartíma. Af þeirri ástæðu
voru kjarnorkustöðvarnar dregnar út úr einkavæðingunni, fyrst þær elstu með þeim skýringum
að mjög stutt væri eftir af líftíma þeirra, en síðan allar aðrar og ákveðið að Nuclear Electric
yfirtæki þær.
I Skotlandi hefur verið farin önnur leið við einkavæðinguna en í Englandi og Wales. Þar eru
tvö fyrirtæki sem sjá um framleiðslu, flutning og smásölu raforku, hvort á sínu svæði. Þetta eru
fyrirtækin Scottish Power og Hydro-Electric, en þar til viðbótar kemur opinbert fyrirtæki,
Scottish Nuclear, sem rekur kjarnorkustöðvarnar í Skotlandi.
I Skotlandi er talsverð umframgeta í orkuvinnslukerfinu og allar líkur á að svo verði um
næstu framtíð. Á meðan þetta ástand ríkir er Skotland ekki líkleg endastöð fyrir íslenska raf-
orku, heldur verði að flytja hana lengra suður á bóginn þar sem eftirspurnin er mest. Vegna
flutningstakmarkana í línukerfinu milli Skotlands og Englands, er nauðsynlegt að styrkja það
með nýjurn orkuflutningslínum, komi til lagningar sæstrengs til Skotlands. Þegar hafa verið
ákveðnar framkvæmdir sem auka flutningsgetuna úr 850 í 1600 MW á árinu 1995, en sú aukn-
ing nýtist strax að fullu vegna nýrra orkuvera sem eru að koma í rekstur.
Á næstu tveimur áratugum verður þörf á umtalsverðum fjölda nýrra raforkuvera í Englandi
og Wales, bæði til að anna aukinni orkuþörf og ekki síður til endurnýjunar á eldri raforkuverum
sem komin verða til ára sinna. Alþjóðlegar skuldbindingar um að draga úr mengun gætu einnig
hraðað þessari endurnýjun.
Ákvörðun fyrirtækis um lokun raforkuvers er viðskiptalegs eðlis og er ekki tekin á grund-
velli aldurs eingöngu. I Englandi og Wales þarf aðeins að tilkynna lokanir orkuvera með 6
mánaða fyrirvara, en venjulega þarf að semja um tengingu nýrra raforkuvera inn á raforkukerfið
með a.m.k. 2 ára fyrirvara. Töluverð óvissa
ríkir því alltaf í spám um það hve mikið afl
verður raunverulega til reiðu.
Á mynd 2 má sjá líklega þróun aflgetu í
raforkukerfi Englands og Wales ásamt spá
um aflþörf markaðsins að viðbættri 24%
varaaflsþörf, en CEGB krafðist jafnan 24-
28% umframgetu í sínum áætlunum. Þróun í
aflgetu er áætluð út frá gangsetningartíma
þeirra raforkuvera sem eru í rekstri og lík-
legunt endingartíma þeirra. Til viðbótar
hefðbundnum raforkuverum koma dæliafl-
stöðvar, aðkeypt afl frá Skotlandi og Frakk-
landi, auk rafmagnsframleiðslu hjá fjar-
varmaveitum, í sorpbrennslustöðvum o.fl.
Ný raforkuver eru þau sem þegar hefur ver-
ið samið um við NGC að komi inn á netið á
næstu árum.
Á myndinni sést að umtalsverð lokun raf-
orkuvera mun líklegast eiga sér stað á þess-
um áratug, einkum þegar nær dregur alda-
mótunum, en þá ná flest minni kolaorkuver-
Mynd 2 Líkleg þróun aflgetu stöðva í Englandi og
Wales.