Árbók VFÍ - 01.06.1992, Blaðsíða 69
Skýrslur undirdeilda 67
fjölskyldur væru hugsanlega meira meðvitaðar heidur en aðrar. Björn benti á að engin sérstök
áhersla hefði verið lögð á sorpmál við þessar fjölskyldur þannig að það væri ekki víst.
I næsta erindi ræddi Bragi Ingólfsson um eyðingu úrgangsefna í sementsofnum. Hann ræddi
fyrst um þau aukaefni sem bætt hefur verið í sement, svo sem líparít og kísilrykið frá Grundar-
tanga. Mörg þau úrgangsefni sem hefur verið eytt í sementsofnum hafa svipaða eiginleika þó í
minna mæli sé, það er þau auka bindieiginleika sementsins nokkuð og minnka þannig elds-
neytisþörf ofnanna þar sem minna þarf að brenna af sementsgjalli.
Þá ræddi Bragi um uppbyggingu sementsofna, en þeir eru tvenns konar. Þurrofnar sem eru
sparari á orku, og votofnar, en þeir henta að mörgu leyti betur til eyðingar úrgangsefna þar sem
þeir eru ónæmari fyrir efnabreytingum. Sementsofninn á Akranesi er langur votofn og síðan
1983 hefur hann brennt kolum eingöngu. Gashitinn í ofninum verður hæstur um 1600 °C og
dvalartími gass yfir 1400 °C er um 3 sek, sem er talið nóg til að eyða PCB, díoxín og öðrum
siíkum efnum.
Þau efni sem helst koma til greina til eyðingar geta verið bæði á föstu og fljótandi formi. Má
þar nefna að í Noregi er um 25% af orkuþörf ofnanna fullnægt með fljótandi úrgangi í stað
kola. I Þýskalandi er víða brennt gúmmídekkjum (í þurrofnum), en gúmmí hefur mjög hátt
hitagildi. Eyðing sorps er möguleg, en útbúnaður er flókinn og kostnaður mikill. Hér hefur
verið brennt kolaskautum frá ISAL og tilraunir eru að fara af stað með olíusora, en magn hans
getur verið um 1000 t/ár. Væntanlega verður næst athugað með leysiefni ýmiskonar. Þar sem
ofn verksmiðjunnar er inní miðjum bæ verður þá ætíð að gæta varkárni og vinna þetta í sam-
vinnu við yfirvöld. Þá má notkun þessara efna ekki koma niður á gæðum sementsins eða verði.
í umræðum um erindið kom fram að sementið væri öðruvísi vegna kísilryksins, en ekki
verra. Ekki væri komin mikil reynsla á efnin sem væru í eyðingu, en þó væri ljóst að til dæmis
væri erfitt að nota bakskaut frá ÍSAL vegna álbúta sem í þeim væru, en vel gengi með for-
skautin. Þá var spurt um möguleikann að nota úrgangstimbur, en Bragi taldi það varla raun-
hæft nema skipt væri aðeins að hluta yfir í timbur, til dæmis 6000 t af timbri í stað 4000 t af
kolum. Þá var einnig spurt um mó í þessu sambandi, en hann er of orkulítill, og of öskuríkur og
blautur til að henta.
Bragi Árnason fjallaði í sínu erindi um hvernig standa mætti að vetnisvæðingu ef ákvörðun
yrði tekin um það nú. Fyrst benti hann á að framleiðslukostnaður vetnis miðað við rafmagns-
verðið 18 mills er tvöfalt hærri heldur en verð á olíu. Hagkvæmni stærðarinnar er líka lítil. En
ef hægt er að fá afgangsorku, þá er ódýrara að framleiða vetni í 200 MW verksmiðju á 50%
afköstum og 12mills, helduren 100 MW verksmiðju á fullum afköstum og 18 mills. Fljótandi
vetni er 30 til 50% dýrara en gaskennt. Flutningskerfi fyrir vetni yrði einnig að vera allt nýtt.
Því var hér miðað við vélar sem nota vetni sem gas, geymt í hýdríðum og þar sem rnikil notkun
fer fram á einum stað þannig að dreifikerfi sé mjög einfalt. Bragi ræddi þá möguleika að
vetnisvæða almenningsvagna (SVR) og skipaflotann.
Víða erlendis hefur verið prófað að vetnisvæða almenningsvagna, einn eða fleiri, bæði í
Þýskalandi og á Norðurlöndum. Hérlendis mætti byrja með einn vagn í tilraunaskyni. f Áburðar-
verksmiðjunni er framleitt um 3 sinnum það magn sem SVR þarf af eldsneyti á ári. Eldsneytis-
kostnaður SVR er um 7% af rekstrarkostnaði þannig að sá kostnaður vegur ekki nijög þungt.
Ef reynslan af tilraunavagni yrði góð, þá mætti leggja gasleiðslu frá Gufunesi yfir í Laugames.
Sá varmi sem losnar þegar vetni er bætt á hýdríðin má nota til að hita vagnana á nóttunni.
Varðandi skipaflotann þá notar hann um þriðjung af olíunotkun landsmanna. Litlar rann-