Árbók VFÍ - 01.06.1992, Side 245
Útflutningur á raforku 243
Helstu niðurstöður athugunarinnar voru:
(1) Með núverandi tækni eru engin vandkvæði á að framleiða og leggja sæstreng af
þeirri lengd og gerð sem hér um ræðir.
(2) Raforkuverð út úr áriðilsstöð í Skotlandi virtist samkeppnisfært við raforkuverð frá
nýjum kola- og kjarnorkustöðvum á Bretlandi.
(3) Markað fyrir raforku frá íslandi er líklegast að finna í Englandi og Wales og hugs-
anlega á N-írlandi.
(4) Areiðanleiki raforkuafhendingar út úr einum sæstreng frá íslandi er talinn verða
svipaður því sem er frá kola- og kjarnorkuverum, eða 85 til 90 %.
Frá því þessi skýrsla Landsvirkjunar var gerð árið 1988 hafa orðið miklar breytingar á
skipulagi raforkumála á Bretlandi. Raforkuiðnaðurinn í Englandi og Wales var einkavæddur á
árinu 1990, í Skotlandi 1991 og á N-írlandi er undirbúningur einkavæðingar í fullum gangi. í
kjölfar þessara breytinga taldi Landsvirkjun nauðsynlegt að endurskoða áætlanir sínar með til-
liti til breyttra aðstæðna og hefur verkfræðistofan Afl unnið að þeirri endurskoðun með starfs-
mönnum fyrirtækisins. Einnig hefur ráðgjafarfyrirtækið Caminus Energy Limited í Englandi
unnið að málinu fyrir Landsvirkjun. Þá hafa framleiðendur sæstrengja sýnt málinu áhuga. Má
þar nefna fyrirtækin Alcatel, Frakklandi, Asea Brown Boveri, Svíþjóð og Pirelli, Italíu, sem öll
telja að tæknilega séð sé ekkert því til fyrirstöðu að leggja sæstreng milli Islands og Bretlands.
3 Orkubúskapur í nálægum löndum
Þau lönd sem helst hefur verið talinn möguleiki á að selja íslenska raforku til sökum nálægðar
eru Bretlandseyjar og Noregur. Norðmenn hafa yfir miklum orkulindum að ráða, bæði vatns-
afli, olíu og jarðgasi og því má telja ólíklegt að hagkvæmur markaður finnist þar fyrir íslenska
raforku. Hins vegar gætum við hugsanlega lagt sæstreng til Noregs og þannig tengst raforku-
kerfi Norðurlanda og meginlands Evrópu með það fyrir augum að selja þangað raforku. Hlutar
af þessu kerfi verða fyrirhugaðir sæstrengir milli Svíþjóðar og Þýskalands, Noregs og Hollands
og strengimir tveir milli Noregs og Danmerkur ásamt þeim þriðja sem nú er fyrirhugaður.
Lagning sæstrengs alla leið til Þýskalands hefur komið til tals og hafa aðilar í Hamborg sýnt
því máli töluverðan áhuga. Nærtækast er hins vegar að líta til orkumarkaðsins á Bretlandi.
Miklar breytingar hafa átt sér stað á Bretlandi á undanförnum árum með einkavæðingu raf-
orkuiðnaðarins. Markmið breytinganna er að koma á samkeppni í frantleiðslu og sölu rafork-
unnar. Raforkuframleiðsla í Englandi og Wales hafði að mestu verið í höndum ríkisfyrirtækis-
ins Central Electricity Generating Board (CEGB) sem jafnframt átti og rak meginflutnings-
kerfið, en dreifing og smásala var í höndum opinberra svæðisveitna (Area Boards).
Til að ná markmiðum einkavæðingarinnar var CEGB skipt upp í fjögur fyrirtæki, þrjú sem
hafa með orkuframleiðslu að gera og hið fjórða sem á og rekur meginflutningskerfið. Tvö
framleiðslufyrirtækjanna eru hlutafélög sem hafa að stórum hluta verið seld á almennum
markaði, National Power og PowerGen, en hið þriðja, Nuclear Electric, er alfarið í opinberri
eigu. Svæðisveitunum var einnig breytt í hlutafélög, Regional Electricity Companies (REC’s)
og eiga þau saman fyrirtækið National Grid Company (NGC) sem á og rekur meginflutnings-
kerfið.
I upphafi stóð til að kjarnorkuverin myndu einnig tilheyra nýju hlutafélögunum sem yrðu
einkavædd, en í ljós kont að þá yrðu fyrirtækin illseljanleg á frjálsum markaði vegna óvissu