Árbók VFÍ - 01.06.1992, Blaðsíða 64
62 Árbók VFÍ 1991/92
Á aðalfundi RVFÍ 1991 voru eftirtaldir félagsmenn kosnir í nefndina: Bergur Jónsson, for-
maður, Björgvin Njáll Ingólfsson, Gísli Júlíusson, Ivar Þorsteinsson, Jón Þóroddur Jónsson,
Sigurður Briem, Sæmundur Óskarsson og Þorvarður Jónsson.
Með nefndinni starfar eins og undanfarin ár Hreinn Jónasson, rafmagnstæknifræðingur.
Af hálfu íslenskrar málstöðvar starfaði með nefndinni Gunnlaugur Ingólfsson, cand. mag.
Á starfsárinu varð sú breyting á skipan nefndarinnar, að Björgvin Njáll Ingólfsson hætti
störfum með henni um svipað leyti og hann tók við nýju starfi innan Iðntæknistofnunar. I hans
stað kom í nefndina 09.01.92 Guðrún Rögnvaldardóttir í staðladeild Iðntæknistofnunar. Til
skiptis við Guðrúnu situr Ármann Ingason úr staðladeild ITÍ fundi nefndarinnar. Hann kom á
fyrsta fund sinn 20.02.92. Gestir sátu fund orðanefndar 19.08.91, þegar fjallað var um raf-
magnsorð í tilskipunum EB-ráðsins. Gestirnir voru Jóhann Ólafsson Rafmagnseftirliti ríkisins,
Jón D. Þorsteinsson, sem þá starfaði við EB-þýðingar og Gústav Arnar, Póst- og símamála-
stofnun. Einar Laxness frainkvæmdastjóri Menntamálaráðs og Bókaútgáfu Menningarsjóðs
kom sem gesturáfund nefndarinnar 19.12.91 í tilefni af útgáfu 4. bindis Raftækniorðasafns.
Orðanefnd kom vfða við í þýðingum og orðasmíð á starfsárinu auk annarra starfa.
Eftirtaldir kaflar úr orðasafni Alþjóða raftækninefndarinnar, IEC, voru teknir fyrir:
441: Rofbúnaður, stýribúnaður og vör, 448: Vörn raforkukerfa, 321: Mælispennar, 411:
Snúðvélar, 446: Ratliðar.
Þessir kaflar eru á ýmsum vinnslustigum innan ORVFÍ, ýmist hefur verið fjallað um þá áður
og þeir þá ræddir að nýju nú, eða þeir voru til umfjöllunar í fyrsta sinn.
Það verkefni, sem kallaði á mesta vinnu nokkurra nefndarmanna utan fundartíma var útgáfa
4. bindis Raftækniorðasafns, Rafeindalampa og aflrafeindatækni. Handrit bókarinnar var afhent
í prentsmiðjuna Odda í júní og bókin kom út 19.12.91.
Bergur Jónsson og Gísli Júlíusson önnuðust öll samskipti við prentsmiðju og kápuhönnuð,
lásu prófarkir og tóku saman að hluta íslenska stafrófsskrá. Sigurður Briem ritaði inngangsorð
en Bergur Jónsson almenn aðfararorð að Raftækniorðasal'ni. Uppgjör fjármála við Menningar-
sjóð fyrir hönd nefndarinnar annaðist ívar Þorsteinsson féhirðir orðanefndar auk formanns.
Talsvert var rætt um útgáfumál og framtíðarviðhorf í ljósi þeirra umræðna að leggja bóka-
útgáfu Menningarsjóðs niður. Ljóst er, að orðanefnd á í fórum sínum nú efni í 5. bindi Raf-
tækniorðasafns auk hluta efnis í 6. bindi samkvæmt útgáfuáætlun, sem samþykkt var á fundi
orðanefndar í október 1990. Til viðbótar því eru ýmsir kaflar orðasafns IEC tilbúnir að hluta til
og á ýmsum stigum vinnslu. Það er óleyst vandamál, hvernig útgáfu Raftækniorðasafns verður
háttað á næstunni, á meðan ekki er ljóst, hvað tekur við af Bókaútgáfu Menningarsjóðs.
Á starfsárinu var f meiri mæli en oft áður Ieitað til sérfræðinga utan nefndarinnar til að fjalla
um ýmsa orðaflokka eða kafla orðasafnsins utan nefndarfunda. Orðanefndarhópur í vélaverk-
fræði við Háskóla Islands undir forystu Þorbjöms Karlssonar prófessors tók að sér að lesa yfir
og þýða nokkra flokka úr kafla 411 í IEC-orðasafninu, sem fjölluðu um vélræna hluta snúð-
véla. Gísli Jónsson prófessor tók að sér að lesa yfir kafla 411 að öðru leyti að lokinni umfjöllun
orðanefndar og áðumefnds hóps.
Kjartan Steinbach og Egill B. Hreinsson lásu yfir kafla 448, Vörn raforkukerfa, í sama til-
gangi að lokinni umfjöllun nefndarinnar.
Á einum fundi orðanefndar var fjallað um rafmagnsorð í þýðingum á tilskipunum EB-ráðs-
ins. Einnig átti Bergur Jónsson sæti í nefnd, sem fjallaði um íðorð í staðli EN 45020 á vegum
Staðlaráðs.