Árbók VFÍ - 01.06.1992, Side 51
Lög og stéttarreglur 49
og verður sá meðstjórnandi, er flest atkvæði hlýtur, og varameðstjórnandi sá, er næstflest
atkvæði hlýtur.
F ramk væmdastjórn
16. gr.
Framkvæmdastjórn skipa formaður, varaformaður og þeir tveir meðstjórnendur, sem kosnir
eru beinni kosningu á aðalfundi.
Framkvæmdastjórn setur sér starfsreglur, sem háðar eru samþykki aðalstjómar. Fram-
kvæmdastjórn ræður framkvæmdastjóra, sem ræður annað starfsfólk.
Framkvæmdastjórn skal leggja fram á aðalfundi skýrslu um starfsemi félagsins fyrir liðið
starfsár, endurskoðaða reikninga, ennfremur starfsáætlun næsta starfsárs og fjárhagsáætlun.
Framkvæmdastjórn getur veitt prókúruumboð fyrir félagið.
Aðalstjórn og framkvæmdastjórn skulu halda gerðarbækur um fundi sína og ákvarðanir.
Deildir og hagsmunafelög
17. gr.
Innan vébanda VFI geta starfað sérgreinadeildir, landshlutadeildir, klúbbdeildir og hags-
munafélög.
Sérgreinadeildir fjalla um málefni hinna ýmsu verkfræðigreina.
Landshlutadeildir eru samtök félagsmanna, búsettra í hinum ýmsu landshlutum (héruðum).
Klúbbdeildir starfa að ýmsum áhugamálum félagsmanna.
Hagsmunafélög gæta hagsmuna félagsmanna sinna og geta í því sambandi, að fengnu sam-
þykki aðalstjórnar VFÍ, átt aðild að öðrum samtökum.
Lög sérgreinadeilda, landshlutadeilda og klúbbdeilda og breytingar á þeim skulu hljóta sam-
þykki aðalfundar VFI á sama hátt og lög VFÍ.
Hagsmunafélag, sem óskar að starfa innan vébanda VFÍ, skal senda um það umsókn til aðal-
stjórnar. Aðalstjórn er skylt að leggja slíka umsókn fyrir aðalfund og geta hennar í fundarboði.
Til samþykktar á slíkri aðild þarf einfaldan meirihluta atkvæða á aðalfundi.
Deildir og hagsmunafélög mega ekki koma fram opinberlega í nafni VFÍ nema með sam-
þykki framkvæmdastjórnar.
Hagsmunafélög skulu hafa sjálfstæðan fjárhag. Deildir mega hafa sjálfstæðan fjárhag.
Lífeyrissjóöur
18. gr.
Lífeyrissjóður VFI, stofnaður á félagsfundi 28. september 1954, starfar skv. sérstakri reglu-
gerð.
Verkfræðingahús og hússjóður
19. gr.
Markmið hússjóðs Verkfræðingafélags íslands er að reisa og reka félagsheimili fyrir með-
limi félagsins. Félagsheimili Verkfræðingafélags Islands heitir Verkfræðingahús og er eign
félagsins og þeirra meðeigenda, sem með samþykki aðalfundar félagsins eignast hluti í hús-
eigninni.
Verkfræðingahús skal reka sem sjálfstæða stofnun með sérstöku reikningshaldi.
Framkvæmdastjórn skipar húsnefnd, sem annast rekstur Verkfræðingahúss og er ábyrg fyrir
bókhaldi urn tekjur og útgjöld sjóðsins.