Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1999, Page 36
34 Árbók VFÍ/TFÍ 1998/99
í október 1998 var mjög vel heppnaður
hádegisverðarfundur um margfeldisáhrif af
smíði varðskipsins haldinn á Fosshótel KEA.
Um 40 manns sóttu fundinn en erindi hélt Ingi
Björnsson,framkvæmdastjóri Slippstöðvarinnar
á Akureyri. Fundurinn vakti mikla athygli enda
var hann nákvæmlega á þeim tíma þegar til-
kynning barst frá stjórnvöldum um að væntan-
legt varðskip yrði smíðað hérlendis.
Tvö námskeið í samvinnu NVFI og
Endurmenntunarstofnunar HI voru haldin
seinnipartinn í október 1998. Annars vegar
námskeið um nýskipan rafmagnsöryggismála
og hins vegar námskeið um verk og kostn-
aðaráætlunargerð. Þátttaka var um tíu manns á
hvoru námskeiði.
I lok nóvember 1998 var haldinn almennur félagsfundur með formanni og íramkvæmda-
stjóra VFÍ. Þessi fundur er nú haldinn árlega. Um tíu manns mættu á fundinn þar sem ýmis
mál voru rædd fram og aftur og var fundurinn hinn ágætasti.
Sama dag var svo hin árlega jólahátíð NVFÍ og NTFÍ sem nú var haldin á Fiðlaranum.
Forsvarsmenn VFÍ og TFÍ áttu þar góða stund saman með félögum Norðurlandsdeildanna.
Veislustjóri var Magnús Magnússon og var boðið upp á bæði bókaupplestur og óperusöng
sem og smellin ræðuhöld ýmissa gesta, þar á meðal frábæra jólasögu sem Pétur Bjarnason
las fyrir hópinn.
Um miðjan janúar 1999 stóðu NVFÍ og NTFÍ fyrir námskeiði um Internetið hjá
Tölvufræðslunni á Akureyri. Námskeiðið þótti öndvegisgott og sóttu það ellefu manns.
Síðasta degi námskeiðsins misstu þó nokkrir af þegar skall á norðan stórhríð eins og verst
gerist.
Kári Stefártsson, framkvœmdastjóri Islenskrar
erfðagreiningar, var frummœlandi á ráð-
stefnu um framtíð Eyjafjarðar. (Ljósm.
Sigrún S. Hafstein)
Jón Sigurðsson, fyrrverandi framkvœmda-
stjóri Járnblendifélagsins, var einnig frum-
mœlandi á ráðstefnunni. (Ljósm. Sigrún S.
Hafstein)
Þann 12. febrúar 1999 stóðu NVFÍ og
Félag viðskipta- og hagfræðinga lyrir opinni
ráðstefnu á Akureyri er nefndist: Nýtt eyfirskt
efnahagsafl, stóriðja, framtíð eða tálsýn?
Ráðstefnan tókst óhemju vel og vakti mikla
athygli. Þátttakendur voru um 120 en salurinn
rúmar aðeins um 100 manns með góðu móti.
Frummælendur voru Finnur Ingólfsson
iðnaðarráðherra, Kári Stefánsson, fram-
kvæmdastjóri íslenskrar erfðagreiningar, Jón
Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri
Járnblendifélagsins, Þórarinn E. Sveinsson,
aðstoðarkaupfélagstjóri KEA, Guðmundur
Sigvaldason, verðandi umhverfísfræðingur
Eyjafjarðar, og Sigurður J. Sigurðsson, forseti