Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1999, Page 40
38 Árbók VFÍ/TFÍ1998/99
Orðanefnd RVFÍ
Starf Orðanefndar Rafmagnsverkfræðingadeildar VFÍ hefur sjaldan verið eins öflugt á 58
ára ferli nefndarinnar og á síðasta starfsári. Frá síðasta aðalfundi VFI, sem haldinn var 11. mars
1998, hafa verið haldnir 43 fundir. Utan þessara funda lögðu nokkrir nefhdarmenn á sig
mjög mikla vinnu við útgáfii tíundu orðabókar nefndarinnar, Raftækniorðasafn 6, sem ber
undirtitilinn Mælitækni, mælispennar og gjaldskrár raforku. Hún kom út í lok ágúst 1998,
þremur mánuðum eftir að safnið fór í prentun.
A nærri öllum fundum Orðanefndar á starfsárinu var hins vegar unnið af kappi við
orðasmíð og þar með við að undirbúa útgáfu næstu bókar nefndarinnar, sem verður hin
ellefta í röðinni. Hún mun ijalla um sjálfvirkar stýringar, íjarstýringar, rafmagnsstrengi og
tengingar þeirra, loftlínur og einangrara. Þetta er umfangsmikið efni úr fímm köflum
orðasafns Alþjóðlegu raftækninefndarinnar, IEC. Orðanefndin fékk aðstoð margra mætra
manna við þýðingar og til ráðgjafar um ýmsa hluta kaflanna, einkum í stýritækni, um
loftlínur og á sviði tenginga á strengjum. Ovissa um orðafar á síðastnefnda sviðinu tefur nú
sem stendur útgáfu bókarinnar. Það kemur æ betur í ljós hversu mjög Islendinga vantar góð
íslensk íðorð á íjölmörgum sviðum. Víða hafa slettur og orðskrípi náð að festast í daglegu
máli manna, m.a. málfari iðnaðarmanna og um heiti verkfæra.
I nýjustu tækni og vísindum eru til mörg góð íðorð. Þar hefur verið unnið ötullega í
áratugi, en þegar kemur að gömlum, rótgrónum atvinnuvegum landsmanna úir og grúir af
Orðanefnd RVFI á fundi í fundarherbergi Orkustofnunar. Frá vinstri: Valgeróur Skúladóttir,
Sœmundur Oskarsson, Guðmundur Guðmundsson, Bergur Jónsson formaður RVFl, Gísli
Júlíusson, Baldur Sigurðsson, Jón Þóroddur Jónsson og Þorvarður Jónsson. Á myndina vantar
Ivar Þorsteinsson, Kristján Bjartmarsson, Sigurö Briem og Hrein Jónasson. (Ljósm. Sigrún S.
Hafstein)