Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1999, Síða 87
Félagsmál VFÍ/TFÍ 85
Kynningin vakti mikinn áhuga fundarmanna og jákvæð viðbrögð fengust við því að
reyna eitthvað svipað hérlendis. VFÍ og TFÍ stofnuðu síðan undirbúningsnefnd með tveimur
fulltrúum frá hvoru félagi til þess að skoða málið betur og þoka því áleiðis. Ljóst er að það
er mikið verk að hrinda þessu verkefni í framkvæmd og meira en svo að það verði unnið í
sjálfboðavinnu. Filutverk þessarar undirbúningsnefndar er m.a. að reyna að afla ijár eða
tryggja fjárstuðning til þess að unnt verði að ráða verkefnisstjóra í hlutastarf við að koma
verkefninu af stað og halda utan um það. Fulltrúar VFI í nefhdinni eru þeir Gunnar Guðni
Tómasson og Guðleifur M. Kristmundsson.
F.h. menntamálanefndar VFÍ
Steindór Guðmundsson, formaður
Mennt, áður Sammennt
Mennt, samstarfsvettvangur atvinnulífs og skóla, voru stofnuð 27. nóvember 1998, en um
leið voru Sammennt og Starfsmenntafélagið lögð niður. Mennt eru frjáls félagasamtök sem
að standa skólar, fyrirtæki og félög. Tæknifræðingafélag íslands og Verkfræðingafélag
Islands hafa verið aðilar að Sammennt á undanförnum árum og voru stofnaðilar að Mennt.
Sammennt, Samstarfsnefnd atvinnulífs og skóla, starfaði frá 1990 og að nefndinni stóðu
tæplega 30 aðilar, skólar, fyrirtæki, samtök og stofnanir. Sammennt vann m.a. að eflingu
samstarfs atvinnulífs og skóla og að bættri samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs. Nefndin
var ráðgefandi aðili gagnvart Rannsóknarþjónustu Háskólans um rekstur Landsskrifstofu
Leonardo.
Starfsmenntafélagið starfaði frá 1995 en að því stóðu um 50 aðilar, skólar, félög og
samtök í atvinnulífmu. Félagið var samstarfsvettvangur þeirra sem hafa áhuga á að efla
starfsmenntun á Islandi. Aðilar skilgreindu ákveðin verkefni og unnu að þeim í samstarfs-
hópum. Um 20 verkefni voru unnin á vegum Starfsmenntafélagsins á þennan hátt.
Markmið nýja félagsins Menntar eru eftirfarandi:
• að efla menntun hvers einstaklings og stuðla þannig að lífshamingju hans
• að stuðla að öflugu atvinnulífi þar sem framsýni, þróun og aðlögunarhæfni
eru sett í öndvegi með menntun við hæfi
• að efla samkeppnishæfni og framleiðni fýrirtækja
• að efla hæfni starfsmanna og treysta stöðu þeirra á vinnumarkaði
• að efla starf skóla og annarra fræðslustofnana
í stjórn Menntar tilnefnaASÍ, VSÍ, Samband iðnmenntaskóla, Samband háskólastigsins
og Samstarfsnefnd um menntun í iðnaði. Formaður Menntar var kosinn Ingi Bogi Bogason
en aðrir í stjórn eru Davíð Stefánsson, Finnbjörn Hermannsson, Frímann Ingi Helgason,
Garðar Vilhjálmsson, Kristján Karlsson og Olafur Jón Arnbjörnsson. Fulltrúi VFÍ í Mennt
er Guðleifur M. Kristmundsson og fulltrúi TFI er Stefán Þór Ragnarsson.
F.h. Menntar
Steindór Guðmundsson