Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1999, Blaðsíða 90
88 Árbók VFÍ/TFÍ1998/99
Útgáfunefnd VFÍ og TFÍ
Utgáfumál Verkfræðingafélagsins, sem nefndin hefur umsjón með, hafa í meginatriðum
gengið vel og áfallalaust á liðnu starfsári.
í útgáfunefnd hafa starfað fyrir hönd VFÍ þeir Kristinn Andersen varaformaður, Ólafur
Pétur Pálsson og Ragnar Ragnarsson, ritstjóri Arbókar. Fyrir hönd TFÍ hafa starfað þeir
Flaukur Óskarsson formaður, Charles Magnússon og Einar H. Jónsson, en hann tók við af
Hauki Óskarssyni á starfsárinu.
I biaðnefnd Verktækni störfuðu Kristinn Andersen, Haukur Óskarsson (síðar Einar H.
Jónsson) og Árni Geir Sigurðsson, fulltrúi SV, auk ritstjóra. Öfluga og reglubundna útgáfu-
starfsemi ber ekki síst að þakka Sigrúnu Hafstein, ritstjóra Verktækni, og Ragnari
Ragnarssyni, sem ritstýrir Árbók VFÍ/TFÍ. Þessi tvö rit hafa verið þungamiðjan í útgáfu-
málum á vegum nefndarinnar.
Tíunda hefti Árbókar VFÍ/TFÍ, íýrir starfsárið 1997/1998, kom út í lok ársins 1998 og
átti Ragnar Ragnarsson veg og vanda af henni. Árbókin er í einu bindi, samtals 384 síður.
Upplag bókarinnar var eins og árið áður 2000 eintök. Allir félagar VFÍ og TFÍ, sem samtals
eru yfir 1700, fá bókina senda heim og er hún innifalin í félagsgjöldum félaganna.
Árbókin er að vanda efnismikil og með svipuðu sniði og undanfarin ár. Sem fyrr hefst
bókin á köflum um félagsmál Verkfræðingafélagsins, Tæknifræðingafélagsins og tengdra
félaga. Þá taka við kaflar um tækniannál 1997/1998 og kynningar stofnana og fyrirtækja.
Ritrýndar greinar eru íjórar og aðrar tækni- og vísindagreinar eru sjö. Þessar greinar gefa
bókinni mikið gildi. Þær gefa innsýn í þau verkefni sem fengist er við hverju sinni og eru til
marks um það tæknistig sem verk- og tæknifræðingar búa yfir á íslandi. Tekjur af auglýs-
ingum og kynningargreinum voru verulegar og varð kostnaður félaganna af útgáfunni því
aðeins um hálf milljón króna, sem er nærri sama niðurstaða og af útgáfunni fyrir ári.
Utgáfa Verktækni var með svipuðu sniði og undanfarin ár, undir ritstjórn Sigrúnar
Hafstein. Að útgáfu blaðsins standa sameiginlega SV, TFÍ og VFÍ. Blaðið kemur út hálfs-
mánaðarlega frá september til júní. Upplag blaðsins er 3000 eintök og er því dreift endur-
gjaldslaust til félagsmanna, en að auki er því dreift til fjölmiðla, auglýsenda og annarra
fyrirtækja og stofnana.
Samningur við Prent-Björg ehf. (Smára Valgeirsson) rann út á starfsárinu. Eftir
umtalsverð áföll í útgáfu blaðsins á fyrra starfsári hafði nokkur bót orðið á útgáfúmálum á
nýliðnu ári. Þó hefur útgáfan ekki gengið með öllu hnökralaust að undanförnu og er
blaðnefnd að vinna að umbótum í þeim málum. Að öðru leyti er unnið að eflingu blaðsins
með tilliti til efnis og útlits, í samræmi við vilja félaganna sem standa að útgáfunni. Fjármál
Verktækni hafa gengið eftir áætlunum og liggja reikningar blaðsins fyrir árið 1998 fyrir,
endurskoðaðir af löggiltum endurskoðanda.
Útgáfunefnd
Kristinn Andersen varaformaður