Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1999, Page 95
Félagsmál VFÍ/TFÍ 93
1.4.3 Lífeyrissjóður verkfræðinga
Ársskýrsla stjórnar LVFÍ 1998
Stjórnartímabilið 27. maí 1998 til 31. maí 1999
Afkoma sjóðsins árið 1998
Árið 1998 er hið besta í rekstri sjóðsins frá upphafí. Afkoma sjóðsins var mjög góð.
Fjárfestingartekjur voru 811 milljónir króna og höfðu hækkað um 323 milljónir króna eða
um 66,2% á milli ára.
Ávöxtun var mjög góð á erlendum mörkuðum, þó að verulega miklar sveiflur væru á
mörkuðunum síðari hluta ársins. Fjárfesting í verðbréfum hjá Morgan Stanley bar uppi
ávöxtun ársins, en hlutabréfín skiluðu 32,8% hækkun í dollurum frá upphafi til loka árs, sem
er 24,1% ávöxtun í íslenskum krónum. En þar sem við jukum við fjárfestinguna um 715
milljónir króna eða 10 milljónir dollara á árinu í þremur áföngum, stóð meðaleignin á 51%
vöxtum í íslenskum krónum frá upphafi til loka árs. Convertibles-skuldabréfm skiluðu
34,4% hækkun í dollurum, sem svarar til 27,9% raunávöxtunar í íslenskum krónum.
Hlutabréfasjóðurinn hjá Gartmore skilaði 13,4% hækkun í dollurum, sem svarar til 12%
raunávöxtunar.
Islensku hlutabréfin skiluðu mun lakari afkomu en á árinu 1997. Lækkun gengis þeirra
var 20 milljónir, en arður á móti 8 milljónir. Því varð halli á þeim búskap um 1,6%.
Samkvæmt uppgjörsreglum lífeyrissjóða, sem Bankaeftirlitið (nú Fjármálaeftirlitið)
setti, er breyting gerð á uppsetningu liðsins „Fjárfestingar“ í efnahagsreikningi þar sem
aðrar fjárfestingar sundurliðast nú í Verðbréf með breytilegum tekjum, Verðbréf meðföstum
tekjum og Veðlán í stað sundurliðunar í sjóðfélagalán, innlend verðbréf, innlend hlutabréf og
erlend verðbréf. Þessi breyting skarar fyrri sundurliðun nokkuð.
í grófum dráttum eru verðbréf með breytilegum tekjum öll hlutabréf, hlutdeildarskírteini
og breytanleg og vísitölutengd skuldabréf.
Verðbréf með föstum tekjum eru markaðsskuldabréf með föstum og breytilegum vöxtum.
Veðlán eru sjóðfélagalán og önnur bein útlán með veðsetningum.
I sjóðstreymi eru gerðar breytingar á liðnum „Inngreiðslur“, þar sem gerðar eru sundur-
liðanir í seld verðbréf með breytilegum tekjum og seldverðbréf meðföstum tekjum. I liðnum
„Útgreiðslur“ eru teknar upp sundurliðanir í fjárfestingagjöld og rekstrarkostnað án afskrifta
í stað rekstrargjalda. „Kaup á verðbréfum“ sundurliðast nú í kaup á verðbréfum með breyti-
legum tekjum, kaup á verðbréfum með föstum tekjum, ný veðlán og aðrar fjárfestingar.
Raunávöxtun lífeyrissjóðsins miðað við neysluverðsvísitölu er 11,12% árið 1998.
Iðgjöld til sjóðsins hækkuðu um 137,4 milljónir króna á milli ára og voru 618 milljónir
króna, sem er 28,6% hækkun. Hrein eign til greiðslu lífeyris hækkaði á árinu um 1.357
milljónir króna eða um 22,2%, og var í árslok 7.451 milljónir króna.