Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1999, Page 130
128 Árbók VFÍ/TFÍ1998/99
sem og þeir sem eru án atvinnu en eru virkir í atvinnuleit. Atvinnuþátttaka miðast við aldurs-
bilið 16-74 ára. Þessi könnun sýnir að atvinnuþátttakan hefur vaxið undanfarin ár. Á árinu
1997 var hún 81% og hækkaði í 82,7% á árinu 1998. Er þetta mesta atvinnuþátttaka frá því
að mælingar Hagstofu hófust árið 1991. Atvinnuþátttaka karla jókst úr 86,1% árið 1997 í
87,1 % árið 1998. Hjá konum jókst atvinnuþátttakan úr 75,8% í 77,6% á sama tíma.
Niðurstöður úr atvinnukönnunum Þjóðhagsstofnunar sýna einnig vaxandi eftirspurn eftir
vinnuafli. Þær kannanir byggja á fjölda ársverka samkvæmt launamiðum og ná til aldurs-
hópsins 15-65 ára. Könnun Þjóðhagsstofnunar nær þannig eingöngu til þeirra sem eru í
vinnu auk þess sem talning hlutastarfa er ólík því sem er í könnun Hagstofunnar. Samkvæmt
könnuninni ijölgaði ársverkum um tæp 2.900 milli áranna 1996 og 1997 eða sem nemur
2,5% og um tæp 3.500 á milli áranna 1997 og 1998 eða um 2,6%. Samkvæmt áætlun
Þjóðhagsstofnunar var atvinnuþátttakan um 77,1% árið 1997 og hafði þá hækkað um 1,4
prósentustig frá árinu 1995. Spá Þjóðhagsstofnunar iyrir árið 1998 bendir til að atvinnuþátt-
takan hafi ekki breyst á milli áranna 1997 og 1998.
1 samanburði við lönd innan OECD er atvinnuþátttakan mikil á íslandi. Það eru einungis
Danmörk, Noregur og Sviss þar sem atvinnuþátttakan er meiri en þar var hún í kringum 80%
á árinu 1998. Að meðaltali var atvinnuþátttakan 66,8% í löndum ESB og um 77% í
Bandaríkjunum.
Atvinnuleysi: Á síðasta ári voru 3.788 manns atvinnulausir en það samsvaraði 2,8% af
mannaflanum. Árið 1997 voru 5.230 manns atvinnulausir eða 3,9% mannafla.
Atvinnulausum fækkaði því um 1.442 manns eða um 28% á milli ára. Atvinnulausum
fækkaði í öllum landshlutum, en þó hlutfallslega mest á Vesturlandi og Vestfjörðum eða um
41%, en minnst á Norðurlandi eða um 9%.
Atvinnuleysi hefur minnkað hjá öllum
aldurshópum. Það er þó enn mest á meðal
ungs fólks en í aldurshópnum 16-24 ára er
atvinnuleysið um 6%. Oft er erfitt fyrir þá sem
verið hafa lengi atvinnulausir að fá vinnu
aftur. Á atvinnuleysistímum gætir því vissrar
tilhneigingar til að hlutfall þeirra sem hafa
verið án atvinnu lengi fari vaxandi. Árið 1990
höfðu 20% atvinnulausra verið án vinnu í 6
mánuði eða lengur. Frá þeim tíma hefur þetta
hlutfall farið vaxandi og var komið í 35% á
síðasta ári. í samanburði við önnur lönd innan
OECD er þetta hlutfall er lágt. Ætla má að það
sé vísbending um að atvinnuleysi hafi ekki
náð að skjóta jafn föstum rótum hér á landi og
það hefur gert í flestum öðrum þróuðum
ríkjum. Á árinu 1997 var Lúxemborg eina
landið í Evrópu þar sem atvinnuleysi var
minna en hér á landi, en þar var atvinnuleysið
3,1%.
Atvinnuleysi. Heimild: Þjódhagsstofmin.