Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1999, Page 131
Tækniannáll 1998/99 129
Verðlag
Undanfarin ár hefur íslenskur þjóðarbúskapur búið við mikinn hagvöxt. Samfara þessum
hagvexti hefúr eftirspurn eftir vinnuafli aukist hröðum skrefum. Við aðstæður sem þessar
vara hagfræðingar nær undantekningarlaust við hættu á aukinni verðbólgu og hvetja opin-
bera aðila til aðhalds til þess að stemma stigu við þessari hættu. Verðbólga hefur hins vegar
haldist lág þrátt fyrir hraðan vöxt þjóðarútgjalda. Þannig hækkaði vísitala neysluverðs
aðeins um 1,7% á milli áranna 1997 og 1998 og um 1,3% frá upphafi til loka árs 1998. Því
hafa þær spumingar vaknað hér á landi hvort þessi varnaðarorð hagfræðinga eigi við hér og
nú.
I vaxandi hagkerfi þar sem framleiðnin eykst stöðugt er eðlilegt að laun hækki. Aukning
gerir það að verkum að laun geta hækkað án þess að verðlag þurfi að breytast. Mat á
verðbólguhættu byggist á því hvort framboð, eftirspurn og aðrar aðstæður á vinnumarkaði
valdi því að launahækkanir verði umfram það svigrúm sem framleiðniþróunin skapar.
Laun hafa hækkað vemlega síðustu misseri. Þessar launahækkanir hafa að litlu leyti skilað
sér út í verðlagið. Hluti skýringarinnar á lítilli verðbólgu er að framleiðni hefur aukist mikið.
Einnig má nefna að vegna samkeppninnar hafa fyrirtækin tekið á sig hluta af þessum launa-
hækkunum en ekki velt þeim að fullu út í verðlagið en arðsemi fyrirtækja hefur minnkað.
Verð neysluliða af innlendum uppruna hefur breyst misjafnlega en þegar á heildina er
litið hækkaði verð þeirra um 3,5% frá upphafi til loka árs 1998. Þar af hækkaði verð
innlendra vara um einungis 2,3% en verð húsnæðis og þjónustu hækkaði um 4,0%.
Styrking krónunnar og hagstæð verðþróun á innflutningsvörum hefur einnig stuðlað að
lágri verðbólgu. Aukin samkeppni í verslun, t.a.m. á raftækjamarkaði, hefur leitt til lækkunar
verðs á neysluvarningi af erlendum uppruna. A síðastliðnu ári lækkaði vísitala neysluverðs
um 1% vegna verðbreytinga á erlendum liðum vísitölunnar öðrum en áfengi og tóbaki. Til
viðbótar má nefna margvísleg óbein áhrif. Fyrirtækin njóta ódýrari aðfanga og lágt verð á
innfluttum vörum dregur úr verðhækkunum á innlendum samkeppnisvörum. Upptalningin
hér að framan bendir til þess að ýmsar rnjög hagstæðar kringumstæður hafi haldið aftur af
verðbólgunni að undanförnu og ólíklegt er að þeirra muni gæta í sama mæli á næstu misserum.
Sennilegt er að heldur dragi úr vexti framleiðninnar.
Búskapur hcimilanna
Tekjur og laun
Kjarasamningar: Kjarasamningar voru gerðir á útmánuðum 1997 og voru almennt til
þriggja ára. Gildistími margra kjarasamninga á almenna vinnumarkaðinum er til 15. febrúar
árið 2000. Opinberir starfsmenn gengu til samninga nokkru seinna og eru þeirra samningar
því almennt ekki lausir fyrr en í lok október árið 2000. 1 flestum samningunum eru ákvæði
þess efnis að gert sé ráð fyrir að kaupmáttur ráðstöfunartekna hækki marktækt meir hér á
landi en í viðskiptalöndunum og að ef sú verði ekki raunin, þá skuli leitað leiða til að ná
samkomulagi um viðbrögð. Ef slíkt samkomulag næst ekki má segja upp launalið samn-
ingsins. Einsýnt er að ekki mun koma til þessa því kaupmáttur ráðstöfunartekna hefúr
hækkað mun meir hér á landi en í öðrum löndum. Aðeins einn kjaraamningur, milli
Sambands íslenskra bankamanna og bankanna, verður laus á þessu ári, en gildistími hans er