Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1999, Síða 132
130 Árbók VFÍ/TFÍ 1998/99
til 1. september 1999. Árið 1997 varsamið um
miklar breytingar á kjaraumhverfi hjá hinu
opinbera.
Tekið var upp nýtt launakerfí og var röðun
starfa í launaflokka og aðrar röðunarreglur
lluttar frá miðlægum samningum til stofnana.
Um 85% stéttarfélaga sem gera samning við
ríkið sömdu um nýtt launakerfi, eða 23 af 24
félögum innan BHM, 28 af 34 stéttarfélögum
innan BSRB og 5 af 7 stéttarfélögum utan
bandalaga. Helstu markmið breytinganna voru:
• Að auka sveigjanleika launakerfisins
• Að auka hlut dagvinnulauna
• Að skapa möguleika á að taka yfirborg-
anir inn í föst laun
• Að skapa aukna möguleika stofnana til að
greiða laun eftir starfsmati
Launaþróun: Launavísitala Hagstofunnar er helsta heimild um launaþróun í landinu nú um
stundir. Vísitalan hækkaði um 9,4% að meðaltali milli áranna 1997 og 1998 og felur það í
sér 7,5% kaupmáttaraukningu. Greining Hagstofu á launavísitölu eftir helstu launþega-
hópum sýnir að launahækkanir voru mun meiri meðal opinberra starfsmanna og banka-
manna eða 13% en á almenna markaðinum, þar sem laun hækkuðu um 7,1%. Þegar litið er
yfir samningstímann, eða frá 1. ársijórðungi 1997 til 4. ársíjórðungs 1998 sýnir launavísi-
talan 15,9% hækkun. Hækkun opinberra starfsmanna og bankamanna var 20,2% en
hækkunin á almenna markaðinum var 12,8%. Taxtahækkanir samkvæmt kjarasamningum á
almenna markaðinum voru tæp 10%. Af því leiðir að launaskrið o.fl. mælist 2,8% á þessum
tíma. Kauptaxtar opinberra starfsmanna hækkuðu nokkru meira og eins var munur milli
samninga umtalsverður. Ætla má að taxtar samkvæmt miðlægum samningum opinberra
starfsmanna hafi hækkað um 12,7%. I nokkrum samningum, t.d. hjá læknum og kennurum,
var hækkunin mun meiri. Almennt launaskrið, aðlögunarsamningar o.fl. gætu hafa fært
opinberum starfsmönnum 6-7% launahækkun umfram það sem samið var um í miðlægum
kjarasamningum, sem er í samræmi við athuganir fjármálaráðuneytisins.
Almannatryggingar og bætur: Greiðslur Tryggingarstofnunar ríkisins til lífeyris og bóta
samkvæmt lögum um félagslega aðstoð námu um 20,6 milljörðum króna á árinu 1998.
Hækkunin frá árinu áður var um 9,5%. Hámarksbætur, þ.e. grunnlífeyrir, óskert tekjutrygg-
ing og heimilisuppbætur, hækkuðu um 8,8% milli áranna 1997 og 1998. Þetta er heldur
meiri hækkun en launavísitala íyrir ahnenna vinnumarkaðinn sýnir en um /2% minna en
vísitalan í heild. Minnkandi atvinnuleysi hefur haft í för með sér að útgjöld vegna atvinnu-
leysisbóta hafa minnkað verulega, eða um rúman hálfan milljarð króna samkvæmt bráða-
birgðatölum.
Staðgreiðsluskyldar tekjur: Allar launatekjur eru staðgreiðsluskyldar, þ.m.t. reiknuð laun,
bætur, styrkir og lífeyrir. Enn sem komið er fást aðeins upplýsingar um heildartekjur en ekki
tekjur á mann út úr þessum gagnagrunni. Hækkun þessara tekna nam um 13'/2% milli áranna
Kaupmáttur launavísitölu Vísitala, 1990 =
100. Heimild: Þjóðhagsstofnun.