Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1999, Side 147
Tœkniannáll 1998/99 145
Miklar breytingar voru gerðar á lögum um íjáröflun til vegagerðar, þ.e. á þungaskatt-
inum á árinu 1998. Samkvæmt lögum um vörugjald af olíu skyldi olíugjald leysa þunga-
skattinn af hólmi. Eftir að gildistöku þessara laga hafði verið frestað tvívegis voru þau
endanlega numin úr gildi í júní 1998 og breytingar gerðar á lögunum um ljáröflun til vega-
gerðar, fyrst í júní 1998 og aftur í desember sama ár.
Skipting útgjalda samkvæmt vegaáætlun
Skipting útgjalda til vegagerðar var samkvæmt vegaáætlun 7.695 milljón krónur en ijár-
lög og fjáraukalög voru samtals 7.784 milljónir króna á árinu 1998.
Utgjaldaliðir sem heyra til stjómar og
undirbúnings eru skrifstofukostnaður og
tæknilegur undirbúningur. Til viðhalds
þjóðvega heyrir almenn þjónusta,
vetrarþjónusta, viðhald og þéttbýlisvegir.
Til nýrra þjóðvega heyra stofnvegir, tengi-
vegir, brúargerð, ferðamannaleiðir og
girðingar. Útgjaldaliðir sem heyra til annarra
vega eru safnvegir, landsvegir, styrkvegir
og reiðvegir. Aðrir útgjaldaliðir eru til
tilrauna og flóabáta.
Skipting fjárveitinga til vegagerðar 1998
Stjórn og undirbúningur 321 m.kr.
Viðhald þjóðvega 3.190 m.kr.
Til nýrra þjóðvega 3.078 m.kr.
Til annarra vega 276 m.kr.
Til tilrauna 69 m.kr.
Til flóabáta 450 m.kr.
Samtals 7.384 m.kr.
Lán til Hvalfjarðarganga 400 m.kr.
Samtals á greiðslugrunni 7.784 m.kr.
Flugmál
Inngangur
Framkvæmdir á vegum Flugmálastjórnar skiptast í mannvirkjagerð á flugvöllum landsins,
fastan búnað flugvallanna og kerfi fýrir flugumferðar- og flugleiðsöguþjónustu. Á árinu
1998 voru 373 milljónir króna til ráðstöfunar í flugmálaáætlun til að sinna þessum
verkefnum og til að festa kaup á hreyfanlegum búnaði flugvallanna. Þessi upphæð skiptist
þannig, að 67 milljónir króna fóru í flugbrautir og hlöð, 92 milljónir til bygginga, 66
milljónir í aðflugs- og öryggisbúnað, 121 milljónir í flugumferðar- og flugleiðsögubúnað og
73 milljónir króna til annarra verkefna, m.a. til kaupa á tækjum fyrir flugvellina. Á árinu
1999 hækkaði framkvæmdafé flugmálaáætlunar í 430 milljónir króna, þar sem dregið var úr
framlagi til rekstrar til að skapa svigrúm til að hefja endurbætur á Reykjavíkurflugvelli.
Mannvirkjagerð
Endurnýjun flugstöðva og flugbrauta: 1 byrjun þessa árs var lokið við endurnýjun á
flugstöðinni á Isafírði, en þetta verkefni hófst á árinu 1998 og kostaði um 85 milljónir króna.
Flugstöðin var stækkuð verulega, auk þess sem byggingin var endurnýjuð að öllu leyti. í lok
ársins 1998 var einnig hafist handa um endurbyggingu og stækkun flugstöðvarinnar í
Vestmannaeyjum. Er gert ráð fyrir að þessari framkvæmd ljúki fyrir árslok 1999. í báðum
verkefnum er um að ræða mannvirki, sem voru komin til ára sinna og voru farin að láta á
sjá auk þess að fullnægja ekki þeim kröfum, sem nú eru gerðar til slíkra bygginga.