Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1999, Page 229
Kynning fyrirtækja og stofnana 227
vinnslustöðvum því að nú fer tætarinn á milli stöðva og tætir áður en flutt er. Flutningur trjá-
greina er nú u.þ.b. 1/7 af því sem áður var. Verktaki sá um mölun trjágreina, móttöku á
garðaúrgangi, múgavinnslu, haugsetningu, sigtun og síðan afgreiðslu á moltu allt til ársins
1998.
Afurð fyrsta ársins var gefin en hefur síðan verið seld. Segja má að það að gefa fyrstu
moltuna hafi verið besta lausin á markaðsetningu afurðarinnar. Moltan hefur verið seld á
endurvinnslustöðvunum, bæði í lausu máli og pökkuð í 33ja lítra poka, og í lausu máli á
vinnslustaðnum í Gufunesi, á fimm krónur lítrinn. Það kom á óvart hversu eftirspurn eftir
pokunum var mikil og var vart hægt að anna henni í upphafi sölutímabilsins. Jafnframt var
erfitt að sigta moltuna um vorið vegna þess hversu blaut hún var. Aðgengi að heppilegum
tækjum var ekki fyrir hendi þegar á þurfti að halda. Vinnslusvæðið í Gufunesi hefur alla tíð
þótt óheppilegt vinnslusvæði fyrir moltu og sumarið 1999 var starfsemi jarðvinnslunnar flutt
á bundið slitlag á urðunarsvæði Sorpu í Álfsnesi.
I framhaldi af viðræðum stjórnar byggðasamlagsins um þann möguleika að skilja
markaðssetningu moltunnar frá öðrum rekstri, var farið í samstarf við Blómaval og
Fossvogsstöðina um sölu á moltu sumarið 1999. Sú tilraun gekk nokkuð vel en er enn ýmis
vandamál eru þó enn fyrir hendi. Einnig var gerð tilraun með að selja blöndu af rnold og
moltu og var hún mjög vinsæl. Samsetning þeirrar blöndu er 25% molta og 75% mold.
Á fyrstu starfsárum Sorpu kom í ljós að mikið barst af nýtileguni
húsmunum inn á endurvinnslustöðvar og þótti óverjandi að reyna
góði hirðirinn ekki að koma einhverju af þessu í endurnotkun. Samþykkt var á
stjórnarfundi 9. des. 1993 að gera tilraun í samvinnu við eftir-
farandi aðila:
Rauða krossinn, Hjálparstofnun kirkjunnar, Mæðrastyrksnefnd, Hjálpræðisherinn,
Islandsbanka, Gámaþjónustuna hf. og Hreinsun og flutning ehf. Ákveðin verkaskipting var
sett upp þar sem Sorpa sá um móttöku, meðhöndlun, flutning, skráningu á lager og
afhendingu.
Líknarfélögin sáu um dreifingu til þurfandi fólks. Islandsbankinn lánaði húsnæði.
Gámaþjónustan hf. og Hreinsun og flutningur ehf. lögðu til geymslugáma inn á
endurvinnslustöðvar.
Margt hefur gerst á sl. sex árum. Rekstrarformið hefur tekið stöðugum breytingum og
verið endurskoðað reglulega. Þegar tilraunaverkefnið hafði staðið í 1 1/2 ár var settur upp
markaður í Bolholti sem Rauði krossinn sá um að reka. Við markaðinn störfuðu tveir menn
auk nokkurra einstaklinga í hlutastörfum.
I dag rekur SORPA þennan markað undir nýju nafni, Góði hirðirinn, í samvinnu við
líknarfélögin. Frá því að Sorpa tók við rekstrinum hefur sala aukist jafnt og þétt.
Markhóparnir hafa orðið fleiri og stærri og áhugi er fyrir því að ná til enn fleiri hópa. Er hin
nýja nafngift GÓÐI HIRÐIRINN-NYTJAMARKAÐUR SORPU OG LÍKNARFÉLAGA
liður í þeirri áætlun. Hlutum með reynslu og sögu, en með óskert notagildi, er forðað frá
endanlegri förgun og fundið nýtt hlutverk í nýju umhverfi hjá nýjum eigendum. í dag starfa
bjá markaðnum fjórir starfsmenn auk sjálfboðaliða.