Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1999, Síða 245
Kynning fyrirtækja og stofnana 243
Minnisverð atriði úr sögu Hitaveitu Suðurnesja
Árið 1975
Hinn 1. september var fyrsti starfsmaður Hitaveitu Suðurnesja ráðinn. Var það Ingólfur
Aðalsteinsson, sem þá var ráðinn starfsmaður stjórnar, en hann var um árabil framkvæmda-
stjóri og síðar forstjóri fyrirtækisins eða allt til 1. júlí 1992, er hann hætti störfum fyrir aldurs
sakir.
Frumhönnun orkuvers, mannvirkja, aðveitu- og dreifikerfa önnuðust Orkustofnun, Hnit,
Fjarhitun, Verkfræðistofa Guðmundar og Kristjáns, Rafteikning, Rafagnatækni, Verk-
fræðistofa Jóhanns Indriðasonar, Arkitektastofan og Asbjörn Einarsson sem annaðist
efnafræðiráðgj öf.
I október voru boðin út fyrstu verk HS, dreifíveita í Grindavík og síðar aðveituæðin frá
Svartsengi til Grindavíkur. Jafnframt þessum framkvæmdum var unnið að borunum eftir
köldu vatni og reist varmaskiptastöð, sem anna skyldi heitavatnsþörf Grindavíkur.
Árið 1976
Árið 1976 var merkisár í sögu Hitaveitu Suðurnesja. Lokið var við lagningu 1. og 2.
áfanga dreifíveitu í Grindavík og aðveituæðin til Grindavíkur, Grindavíkuræð, íúllfrágengin.
Að mestu var lokið við 1. áfanga dreifikerfa í Njarðvík og Keflavík.
í nóvember var bráðabirgðastöðin við Svartsengi gangsett og 6. nóvember var forhituðu
ferskvatni formlega hleypt á fyrstu húsin í Grindavík, er hleypt var hita á félagsheimilið
Festi við hátíðlega athöfn, að viðstöddum fjölda gesta. I ræðu bæjarstjórans í Grindavík og
stjórnarmanns Hitaveitu Suðurnesja, Eiríks Alexanderssonar, við þessa athöfn, lýsti hann
þannig þeim merka atburði, er fyrstu holunni var „hleypt upp“:
„Ég mun aldrei verða svo gamall, að ég gleymi þeim atburði, þegar sú hola var fyrst
látin blása, sem kallað er, en það var 19. desember 1971. Umhverfis holuna hafði safnast
saman nokkur hópur manna, hreppsnefndarmenn úr Grindavík, fleiri menn úr Grindavík,
sem komist höfðu á snoðir um, hvað til stóð, ennfremur nokkrir starfsmenn Orkustofnunar
og, ef ég man rétt, 2—3 ónefndir jarðfrœðingar, að ógleymdum sjálfum mér. Menn stóðu
opinmynntir, en héldu þó niðri í sér andanum af eftirvœntingu, þegar 2 algallaðir
Orkustofnunarstarfsmenn gengu niður tröppur borkjallarans svokallaða og byrjuðu að
skrúfa frá lokum holunnar. Fyrst kom smáhvinur - síðan gnýr, sem óx brátt ógurlega og varð
fljótlega svo ógnvekjandi, að ýmsir tóku að hörfa afturábak og fjarlœgjast þann ógnar
gufustrók, sem nú geystist tugi metra í loft upp, bólginn og illúðlegur, ogfór gnýrinn stöðugt
vaxandi. En þá skyndilega skeði það. - Ég veit núna, hvað það var, sem gerðist, en ég vissi
það ekki þá. Holan ruddi sig nefnilega, eins og það heitir á fagmáli. Hún spúði nú ekki ein-
ungis gufu, heldur möl og grjóti í þokkabót. Öllu þessu fylgdu svo meiri drunur og undir-
gangur en nokkur orð fá lýst. - Nœstu sekúndurnar vissi ég ekki gjörla, hvað skeði, en það
sem ég vissi nœst var, að ég snýst á hœli og var nú á hlaupum út í hraunið, beint af augum,
svo hratt sem fœturnir gátu borið mig í karganum. Þá loksins áttaði ég mig og hægði ferðina.