Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1999, Page 253
Kynning fyrirtækja og stofnana 251
í framhaldi af þessu var ákveðið að breyta íslenskum aðalverktökum í hlutafélag og
ákveðið var að stofna dótturfélög sem öfluðu verkefna utan varnarsvæða.
Eigendur Islenskra aðalverktaka hf. voru við stofnun árið 1997: íslenska ríkið með 52%
hlutaijár, Sameinaðir verktakar hf. með 32% og Reginn hf. með 16%.
Skráning á Vaxtarlista VI og sala hlutabréfa
Við stofnun Islenskra aðalverktaka hf. var því lýst yfir að íslenska ríkið og Reginn hf.
myndu í framhaldi af skráningu félagsins á Verðbréfaþingi íslands hefja sölu á sínum hlut í
félaginu, stefna að dreifðri eignaraðild og gefa starfsmönnum félagsins og almenningi færi
á að eignast hlut í félaginu.
Hlutabréf Islenskra aðalverktaka hf. voru skráð á Vaxtarlista Verðbréfaþings íslands
30. október 1998.
í desember 1998 fór fram söluútboð hlutafjár í íslenskum aðalverktökum. Eftir þá sölu,
meðal annars til starfsmanna félagsins, var bein og óbein eignaraðild ríkisins komin niður
fyrir 50%. Islenska ríkið er stærsti hluthafinn með um 40% eignarhlut. Enginn annar hluthafí
á yfír 10% hlutafjár. Hluthafar félagsins voru rétt rúmlega 800 í október 1999.
Framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli
lslenskir aðalverktakar eiga langa og merka byggingarsögu. Byggð varnarliðsmanna á
Kefíavíkurflugvelli er með stærri byggðarlögum landsins. Flestir íbúanna búa í fjölskyldu-
íbúðum sem eru 1.112 að tölu og heildarflatarmál þeirra er 160.000 fermetrar. íslenskir
aðalverktakar hafa byggt þær íbúðir með fáum undantekningum.
1 byggðarlaginu eru öll þjónustumannvirki og stofnanir sem bæjarfélag af þessari stærð
þarf á að halda, svo sem skólar, bamaheimili, verslanir, bókasafn, kvikmyndahús, íþróttahús
og sundlaug, sjúkrahús, félagsmálastofnun, mötuneyti, veitingahús, skemmtistaðir, tóm-
stundaheimili, bensínstöðvar, banki og kirkja. Auk þess er að fínna ijölda bygginga sem
hýsa skrifstofur, verkstæði og vörugeymslur að ógleymdu malbikuðu gatnakerfi.
Heildarflatarmál húsnæðis á vegum varnarliðsins er um 470.000 fermetrar.
Heildarllatarmál flugbrauta, ilugvélastæða, akbrauta og athafnasvæða flugvéla er um
1.685.000 fermetrar. Allar þessar framkvæmdir hafa íslenskir aðalverktakar annast að
mestu. Auk þess hafa verið byggðar radarstöðvar íyrir varnarliðið utan Keflavíkurflugvallar.