Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1999, Síða 277
Kyrming fyrirtækja og stofnana 275
Undir þjónustu tækjabúnaðar heyra uppsetningar nýrra tækja, aðlaganir hjá viðskipta-
vinum, lagfæringar og þjálfun notenda. Þar starfa m.a. verk- og tækifræðingar að aðlögun
hugbúnaðar og vélbúnaðar, breytingum og aðlögunum að þörfum notenda, umsjón með
uppsetningum hjá notendum og eftirfylgni.
Auk starfa á framangreindum sviðum vinna verkfræðingar og tæknifræðingar að ýmsum
stjórnunarstörfum innan Marel og auk forstjóra eru flestir framkvæmdastjórar fyrirtækisins
verkfræðimenntaðir.
Vöruþróun og hönnun
A undanfömum árum hefur verulegum hluta veltu fyrirtækisins verið veitt til vöruþróunar,
sem er mjög stór hluti á mælikvarða íslenskra fyrirtækja. Þessi áhersla á vöruþróun og
tæknilega aðlögunarhæfni hefur átt verulegan þátt í vexti fyrirtækisins og sókn þess á nýja
markaði. Meðal annars hefur fyrirtækið um árabil tekið virkan þátt í rannsókna- og
vöruþróunarstarfsemi í samstarfí við önnur fyrirtæki, hérlendis og erlendis, og m.a. tekið
þátt í verkefnum á vegum Rannsóknarráðs Islands, Evrópusambandsins og annarra. Hér
verður stiklað á nokkrum þáttum sem tengjast störfum við vöruþróun og hönnun hjá Marel.
Rafeindatæki
Langmestur hluti lölva og stýringa í tækjum Marel byggist á rafeindabúnaði sem hannaður
er og framleiddur hjá fyrirtækinu. Þar má telja vogir, tölvusjónartæki, flokkara,
stýrieiningar, samskiptarásir, o.fl. I þeim tækjum sem Marel framleiðir eru bæði notaðar
hliðrænar (,,analog“) og stafrænar (,,digital“) rásir og eru vogirnar dæmi um slíkt, þar sem
mjög veik hliðræn merki frá kraftnemum eru mögnuð upp og unnið úr þeim í stafrænum
rásum.
Við hönnunina er notaður CAD/CAM-hugbúnaður. Hönnuðir nota OrCad-rásahönnunar-
forritið til að setja upp röðun íhluta á bretti og haga henni m.a. þannig að truflanir
viðkvæmra rásahluta verði sem minnstar. Því næst leggur svonefndur „autorouter“-tengingar
milli íhlutanna á brettinu. Að lokinni hönnun eru tölvuskrár sem lýsa endanlegri útfærslu
rafeindarása sendar um Netið til Danmerkur, þar sem brettin eru framleidd, en hjá Marel á
Islandi er íhlutum raðað á brettin og þau prófuð. Röðun rafeindaíhluta á bretli hefur lengst
af verið handvirk og að henni lokinni hefur brettunum verið rennt gegnum lóðningarvél. Að
undanförnu hefur notkun SMD-íhluta („surface mount devices") aukist og á þessu ári var
tekin í notkun sjálfvirk áröðunarvél sem raðar SMD-íhlutum og lóðar þá á brettin.
Forskriftin fyrir vélina er fengin úr tölvuskránum frá rásahönnuninni og því verður megin-
vinnan við framleiðslu rafeindabretta með SMD-íhlutum að mestu leyti sjálfvirk.
Strangar kröfur eru gerðar til hönnunar þar sem tækin verða að duga við mjög misjöfn
skilyrði. Ennfremur eru mörg tækjanna prófuð ítarlega af löggildingaraðilum og verða að
standast kröfur um útgeislun, næmi fyrir truflunum, þol gagnvart hitabreytingum o.fl. Marel
hefur nýlega fest kaup á búnaði til að prófa rafsegulþol („electromagnetic compatibility“)