Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1999, Page 279
Kynning fyrirtækja og stofnana 277
verkefnum og hugbúnaðinn þarf að hanna með tilliti til
þess. Tiltekinn hluti hugbúnaðarins er grunnkerfi sem
samnýtt er af ijölda notkunarforrita, hvort heldur sem um
er að ræða t.d. flokkara, vog eða skurðarvél. Við
grunnkerfið bætist svo ýmis virkni og þau notkunarforrit
sem þörf er íyrir hverju sinni. Hugbúnaðurinn þarf því að
vera hannaður þannig að auðvelt sé að tengja saman
einingar, og virkni þeirra er skipt með þeim hætti að sem
fæstar útgáfur hugbúnaðar gagnist sem flestum notendum.
Mestur hluti tækjaforritunar að undanförnu hefur
verið gerður í C, í stærri kerfum hefur verið notað C++,
og önnur forritunarmál, s.s. Java, eru í skoðun. I sumum
tilvikum er unnt að þróa hugbúnað að miklu leyti á vinnu-
stöðvum og þá hefur Visual Studio verið valið fýrir þróun
C og C++ hugbúnaðar. Rauntímastýrikerfið pSOS er
notað í M3000-tölvunni, en í öðrum tækjum hefur hug-
búnaður m.a. keyrt með Nucleus. Fylgst er með þróun annarra stýrikerfa og m.a. eru kannaðir
kostir á að nota Linux í tækjum Marel.
Þegar umfang hugbúnaðarþróunar vex eykst nauðsyn á öguðum og skilvirkum vinnu-
brögðum í hugbúnaðargerð. Talsverð vinna hefur verið lögð í að bæta hönnun og gerð tækja-
hugbúnaðar og ýmis verkfæri notuð til að bæta ferlið. Ymis tól hafa verið fengin til þessa,
s.s. Unified Process, Rational Rose og önnur hugbúnaðarverkfæri frá Rational Software
Corporation. Skipulegar aðferðir við hönnun og markviss rýni hönnunar og forrita eru dæmi
um vinnu sem skilar skýrum árangri. Hönnuðir og forritarar tækjahugbúnaðar hafa að
undanförnu lagt sérstaka áherslu á að móta og þróa hugbúnaðarferli sem hafa megi til
fyrirmyndar.
Kerfíshugbúnaður
Olíkt tækjahugbúnaði, sem keyrir á einstökum tækjum Marel, er kerfishugbúnaður settur
upp á vinnustöðvum. Kerfishugbúnaðurinn tengist tækjum í vinnslusal, sendir
vinnsluskipanir til tækjanna og safnar saman upplýsingum.
Kerfishugbúnaðurinn hefur verið hannaður sem safn eininga sem tengja má saman eftir
þörfum hvers notanda. Með kerfishugbúnaðinum getur notandinn fengið yfirlit yfir
vinnsluna, árangur einstakra tækja eða vinnslulína,
prentað út skýrslur og niðurstöður o.þ.h. Þessi hug-
búnaður notar m.a. gagnagrunna, heldur uppi samskiptum
við tækin og setur fram vinnsluniðurstöður á grafísku og
tölulegu formi, á skjá eða prentara.
Hugbúnaðarkerfi Marel nota Informix-gagnagrunna sem
keyra á WindowsNT-stýrikerfinu. Samskiptahugbúnaður,
grafískt notendaviðmót og önnur virkni kerfanna er hön-
nuð kóðuð með tólum sem henta til slíks, s.s. Visual