Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1999, Page 287
Kynning fyrirtækja og stofnana 285
helmingi fleiri njóta ýmiss konar starfsþjálfunar og símenntunar á vegum fyrirtækisins á ári
hverju. Samkvæmt hinu virta þýska vikublaði Die Zeit er Siemens nú efst á óskalista þýskra
verkfræðistúdenta sem starfsvettvangur að námi loknu.
Umhverfísmál
Siemens hefur lengi haft það sem eitt af mikilvægustu markmiðum sínum að nýta sem best
takmarkaðar auðlindir heimsins og síðustu þrjá áratugi hefúr fyrirtækið unnið markvisst að
því. Frá árinu 1971 hefur Siemens rekið sérstaka skrifstofú umhverfismála og á hverju ári
er varið álitlegum upphæðum til þessa málaflokks. Nú er svo komið að stór hluti fram-
leiðsluvara fyrirtækisins er endurvinnanlegur. Þetta er ekki hvað síst mikilvægt sökum þess
að meira en 70% af framleiðsluvörum slíkra tæknifyrirtækja úreldast á innan við fimm
árum. Þegar kemur að tölvubúnaði er ástandið jafnvel enn erfiðara því að framleiðslutíma-
bil hverrar vörutegundar er oft innan við hálft ár. Siemens hefur einnig náð verulegum
árangri í að minnka orkunotkun þess búnaðar sem fyrirtækið framleiðir og að fyrirbyggja
mengandi áhrif þessa sama búnaðar á umhverfi og lífríki.
Smith og Norland hf.
Fyrirtækið Smith og Norland hf. er einkaumboð Siemens á íslandi. Farsæl saga þessara
tveggja fyrirtækja hefur verið samtvinnuð í hartnær 80 ár. Upphafið að stofnun Smith &
Norland hf. má rekja allt aftur til ársins 1920 er norskur símaverkfræðingur, Paul Smith að
nafni, myndaði sambönd við ýmis erlend stórfyrirtæki á rafmagnssviðinu, þar á meðal
Siemens, og stofnaði eigið innflutnings- og heildsölufyrirtæki. Það var svo 1954 að Sverrir
Norland rafmagnsverkfræðingur gekk til liðs við Paul Smith. Árið 1956 stofnuðu þeir saman
fyrirtækið Smith og Norland hf. og skömmu síðar tók Sverrir einn við rekstrinum. Nú starfa
rúmlega 40 manns hjá Smith og Norland hf. Er meirihluti þeirra sérmenntaður á raf-
magnssviði sem verkfræðingar, tæknifræðingar, rafeindavirkjar og rafvirkjar. Aðrir starfs-
menn hafa flestir staðgóða menntun á öðrum sviðum auk mikillar starfsreynslu. Það hefúr
enda ávallt verið stefna fýrirtækisins að bjóða hágæðavörur og trausta og faglega ráðgjöf
þeim tengda. Helstu viðskiptavinir Smith & Norland eru rafverktakar, orkuveitur,
sjúkrastofnanir, opinber fyrirtæki og stofnanir og önnur fyrirtæki á ýmsum sviðum atvinnu-
lífsins og að sjálfsögðu almenningur. Auk Siemens umbýður fýrirtækið nú fjölda annarra
erlendra fýrirtækja, t.d. i Þýskalandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi, Frakklandi,
Englandi, Spáni, Italíu og Bandaríkjunum. Öll eru þau kunn af vöruvöndun og áreiðanleika
enda hefur Smith og Norland hf. ávallt kappkostað að mynda einungis tengsl við fýrirtæki
sem slíkt orð fer af. Hefur sú stefna reynst afar farsæl og er það trú fýrirtækisins að svo muni
verða áfram um ókomin ár.
Heimasíða Smith & Norland hf. er http://www.sminor.is.