Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1999, Side 304
302 Árbók VFÍ/TFÍ 1998/99
Gögn
Rennslisgögn
Grunnrennslisgögnin samanstanda af dælingu yfir 80 mínútna tímabil (18 mælingar á
sólarhring) frá 01.01.96 til 31.12.98. Ur þessum gögnum voru myndaðar raðir sem sýna
meðalrennsli á hverjum sólarhring í m3/klst. Alls er um sjö rennslissvæði að ræða, þ.e.
Arbæ, Breiðholt I og II, Breiðholt III, Suðurbyggð, Grafarvog, Vestan Elliðaáa og svæði
sem nær yfir öll hin og kallað er Heildin.
Áður en rennslisgögnin voru notuð til líkangerðar voru þau meðhöndluð á þann veg að
einstaka eyðum og óeðlilegum gildum var eytt og í þeirra stað sett gildi sem fengust með
brúun. Við samanburð á kvörðuðum rennslisröðum kom í ljós að í nokkrum þeirra íýrirfund-
ust tímabil þar sem augljóslega var um einhverja skekkju að ræða. Voru þau tímabil leiðrétt
með svokölluðu EM-algrími sem ekki verður skýrt nánar hér, en áhugasömum er bent á [7]
og [1]. Gögnin voru einnig kvörðuð miðað við rúmmál þeirra bygginga sem tengt er dreifi-
kerfinu í hverjum mánuði. Tilgangurinn með því er að eyða þeim breytingum sem eru í
beinum tengslum við stækkun kerfisins og þau því kvörðuð, þ.e. þau samsvöruðu tengdu
rúmmáli hjá HR í árslok 1998.
Þessi rúmmálskvörðun er fram-
kvæmd á tilsvarandi hátt og sýnt
er í [6].
Veðurgögn
Veðurgögnin eru frá Veðurstofu
íslands og sýna dagleg gildi
fyrir meðalútihita (°C), meðal-
vindhraða (m/s), ijölda sól-
skinsstunda í Reykjavík á
sólarhring og loks breytingu í
loftþrýstingi (mb) frá 01.01.96
til 31.12.98. Mynd 1 sýnir gröf
yfir umrædda veðurþætti sem
hér eru notaðir.
Líkön
o 0
200 400 600 800 1000 1200
úillÉÉiáíi,.
600
Dagar
Mynd 1. Veðurgögn Jyrir tímabilið 01.11.96 - 31.12.98frá
Veðurstofu íslands. Efsta línuritið sýnir útihita (°C), því
næst koma meðalvindhraði (m/s), fjöldi sólskinsstunda og
loks breyting í loftþrýstingi (mb).
Metin voru líkön sem lýsa notkuninni sem falli af áðurnefndum veðurþáttum, þ.e. útihita,
meðalvindhraða, fjölda sólskinsstunda á dag og loks breytingu í loftþrýstingi. Líkönin eru
af svokallaðri ARX (Auto Regressive and eXternal) eða ARMAX (MA stendur íyrir Moving
Average eða hreyfanlegt meðaltal) gerð. Nánari lýsingu á þeim má finna í [7]. Reyndust þau
svipuð að gerð í flestum tilfellum, dæmi um eitt þeirra má sjá í jöfnu (1) en það er fýrir
Heildina 1998,
m(t) = 0,87m(t -1) -121,2h(t) + 38,6h(t - I) + 21,3h(t - 2) + 8,04/;(t - 3)
+ 51,2v(/) - 30,4v(/ -1) -13,7i(/) + 22,3dl(t) + 29,5t//(t -1) +974,5 + 60,5^ ° he*8‘ + e(t) (0
[1 virkirdagar