Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1999, Qupperneq 309
Ritrýndar greinar 307
Notkun sem fall af jafngildishita
A mynd 2 er sýnt dæmi um graf af daglegu rennsli sem fall af jafngildisútihita fyrir Arbæ.
Á grafinu er sýnt rennslið fyrir árið 1998 með einu hinna ásamt útreiknuðum ferlum. Ekki
eru samsvarandi myndir sýndar fyrir hin svæðin þar sem munurinn var varla merkjanlegur
og er það í ágætu samræmi við áður fengnar niðurstöður.
1996 (+), 1998 (0)
Mynd 2. Renrnli sem fall afjafhgildishitafyrir Arbœ. Ferillinn erfundinn með stikalausum aðferðum.
Athugun á notkunartölum
Einn mælikvarði á heitavatnsnotkun er notkunartalan (rúmmál notaðs vatns á ári)/(tengt
rúmmál hjá OR). Með því að bera hana saman á milli ára má fá hugmynd um hvort notkunin
sé að breytast. Þetta var kannað hér. Athuga ber þó að breytilegt veðurfar truflar nákvæman
samanburð.
Tafla 3. Notkunartalan (rúmmál notaðs vatns á ári)/(tengt rúmmál hjá OR) fyrir mismunandi
hverfi hjá OR fyrir árin 1991 til 1998.
Svæði 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998
Árbær 1,33 1,37 1,29 1,20 1,09 1,25 1,20 1,20
Breiðholt 1 & 11 1,50 1,52 1,48 1,44 1,31 1,25 1,21 1,34
Breiðholt III 1,86 1,87 1,81 1,75 1,78 1,64 1,64 1,67
Suðurbyggð 1,63 1,68 1,58 1,47 1,46 1,31 1,37 1,34
Grafarvogur 1,53 1,09 1,44 1,25 1,30 1,19 1,15 1,19
Vestan Elliðaáa 1,56 1,57 1,52 1,33 1) 1,25 1,21 1,19
Samtals 1,57 1,57 1,52 1,37 1) 1,28 1,26 1,26
1) Ekki reiknað út vegna óeðlilegrar notkunar
Tafla 3 sýnir svo notkunartöluna (rúmmál notaðs vatns á ári)/(tengt rúmmál hjá OR) lyrir
mismunandi hverft hjá OR fyrir árin 1991 til 1998 nema fyrir Vestan Elliðaáa og Heildina
1995 vegna óeðlilegrar notkunar samkvæmt gögnunum Vestan Elliðaáa þetta árið. Áætlunin
um notkunina byggir á gögnum um framrennsli úr dælustöðvum eins og þau rennslisgögn