Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1999, Síða 311
Ritrýndar greinar 309
Helstu niðurstöður eru eftirfarandi:
• Ef athuguð er kennistærðin Kf og rennsli árin 1996 og 1997 í samanburði við rennslið
árið 1998 kemur í ljós að aldrei er um marktækan mun að ræða í heitavatnsnotkun (sjá
töflu 1).
• Ef athuguð er kennistærðin K' fyrir sömu ár kemur í ljós að ekki reyndist marktæk breyt-
ing í notkun á heitu vatni milli áranna 1996 og 1998 né milli 1997 og 1998, þegar tekið
hefur verið tillit til aukningar í rúmmáli tengdra húsa og áhrifa veðurfars, nema fyrir
Árbæ 1996 til 1998 um 8% minnkun og 7% minnkun milli 1997 og 1998. Eins reyndist
marktæk minnkun í notkun í Suðurbyggð milli 1996 og 1998, um 5% (sjá töflu 1).
• Ef athugaðar eru kennistærðimar Hssumma og Hmeóal kemur í ljós að einungis fyrir Árbæ
reynist munurinn vera marktækur, þ.e. notkunin er minni árið 1998 en árið 1996 (sjá
töflu 2).
Metin óvissa í þessum gildum er yfirleitt á bilinu ±5-6 prósentustig og er þá miðað við
95% öryggisbil.
Önnur aðferð var einnig skoðuð, en hún byggist á því að lýsa notkuninni sem falli af
jafngildisútihita, dæmi um slíkt má sjá á mynd 2. Niðurstöður þessarar aðferðar sfyðja fyrri
niðurstöður.
Loks var skoðuð notkunartalan (rúmmál notaðs vatns á ári)/(tengt rúmmál hjá OR) fyrir
mismunandi hverfi hjá OR fyrir árin 1991 til 1998, sjá töflu 3. Samkvæmt þeim virðist vera
óhætt að álykta eftirfarandi:
• Síðastliðin þrjú ár er notkunartalan minni en t.d. 1991 til 1993. Þetta á við um öll hverfi.
Þótt ekki sé um beina óvissuútreikninga að ræða verður að telja þennan mun marktækan.
• Notkunartalan er langstærst í Breiðholti 111, því næst í Suðurbyggð, lægst í Árbæ (þó
ekki fyrir árin 1996-1998) en svipuð annars staðar.
Munurinn á notkunartölu áranna 1996 til 1998 er lítill og styður það ágætlega áður
fengnar niðurstöður.
Heimildir
[1] Dempster, A.P., N.M. LairsogD.B. Rubin (1997): Maximum Ukelihoodfrom Incomplete Data via
the EMAlgorithm. Journal of the Royal Statistical Society, B, 1, 1-22.
[2] Jónsson, G.R. og V.K. Jónsson (1992a): Áhrif vinds og sólar á heitavatnsnotkun. Skýrsla VD-
VSS-92001, Verkfræðideild Háskóla íslands.
[3] Jónsson, G.R. og V.K. Jónsson (1992b): Sólarhringsspálíkan fyrir rennsli hjá Hitaveitu
Reykjavíkur. Skýrsla VD-VSS-92002, Verkfræðideild Háskóla íslands.
[4] Jónsson, G.R., Anders Holtsberg og V.K. Jónsson (1993): Mat á kranavatnsnotkun hjá Hitaveitu
Reykjavíkur. Skýrsla VD-VSS-93002, Verkfræðideild Háskóla íslands.
[5] Jónsson, G.R., Ó. P. Pálsson og V.K. Jónsson (1994): Athugun á breytingu í notkun heitavatns hjá
Hitaveitu Reykjavíkur. Skýrsla VD-VSS-94003, Verkfræðideild Háskóla íslands.
[6] Jónsson, G.R., Ó. P. Pálsson og V.K. Jónsson (1996): Mat á rennsli í hitaveitukerfum í miklum
kuldum. Árbók VFÍ/TFÍ 1995/1996, bls. 247-259.
[7] Jónsson, G.R., Ó. P. Pálsson og V.K. Jónsson (1999): Athugun á breytingu í heitavatnsnotkun hjá
Orkuveitu Reykjavíkur árin 1996-1998. Skýrsla VD-VSS-99004, Verkfræðideild Háskóla íslands.
[8] Ljung, L. (1995): Matlab handbók: System Identification Toolbox: The Math. Works Inc.
[9] Silverman, B.W. (1986): Density Estimation for Statistics and Data Analysis. Chapman and Hall,
London.