Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1999, Side 334
332 Árbók VFÍ/TFÍ 1998/99
viðunandi öryggi gagnvart olíuslysum við Islandsstrendur verður að koma í ljós ef áætlanir
um byggingu olíuhreinsunarstöðvar á Islandi verða einhvern tíma að veruleika.
Umhverfisáhrif frá rekstri stöðvarinnar
Rekstur olíuhreinsunarstöðvar veldur margvíslegum umhverfisáhrifum. Þar á meðal er tölu-
verð loftmengun. Einnig er um að ræða ýmsa skaðlega mengunarstrauma bæði fastra og
fljótandi efna, sem þarf að hreinsa með mekanískum, efnafræðilegum og lífrænum hreinsi-
búnaði. Skaðleg mengunaráhrif olíuhreinsunarstöðva eru háð ströngum alþjóðlegum
reglugerðum, tilskipunum Evrópusambandsins og að auki koma til ákvæði mengunar-
varnareglugerðar um hámarkslosun skaðlegra efna sem eru tilgreind í starfsleyfi
(Umhverfísráðuneyti (1994)).
Loftmengun
Hægt er að skipta loftmengun olíuhreinsunarstöðva í tvennt, þ.e. 1) vegna loftræsingar og
bruna á gasi þegar bilun í búnaði veldur því að ekki er hægt að meðhöndla gasið með öðrum
hætti og 2) losun á gasi gegnum öryggisloka og vegna leka. Olíuhreinsunarstöð er því upp-
spretta losunar á rokgjörnum lífrænum gösum (VOC), brennisteinstvíoxíði (S02) og í minna
mæli losunar á köfnunarefnisoxíðum (NOx), kolsýringi (CO) og ryki. Metangas, sem er ein
mikilvægasta gróðurhúsaloftegundin, sem losnar vegna olíuvinnslu og í olíuhreins-
unarstöðvum, er venjulega meðhöndlað sérstaklega, aðskilið frá öðrum rokgjörnum loft-
tegundum (NMVOC). Alþjóðaráðið um loftslagsbreytingar (IPCC) hefur gefíð út
Ieiðbeiningar um hvernig eigi að meta losun frá olíuhreinsunarstöðvum í ýmsum heims-
hlutum (Houghton, J.T. et al. (Eds.) (1966)). Losun á CH4 vegna flutninga og meðhöndlun
hráolíu í tankskipum er talin nema 745 kg/PJ (PetaJoule) lyrir Rússland og Austur-Evrópu.
Þar við bætist svo 110-1650 kg/PJ vegna geymslutanka og sjálfrar hreinsunarinnar. Ef
miðað er við að hráolía hafí orkugildið 40 GJ/ton og helmingur losunar vegna sjóflutninga
færist á reikning Islands verður heildarlosunin á metangasi á bilinu 116M85 tonn/ár eða um
300 tonn/ár fyrir ísland. Miðað við hitastuðul 21 (Umhverfísráðuneytið (1992)) fæstjafngild
árleg koltvíoxíðlosun upp á 6300 tonn. A sama hátt er hægt að reikna aðrar gróðurhúsaloft-
tegundir, eins og sýnt er í töflu 2.
Tafla 2 Losunarstuðlar (án bruna) olíuhreinsunarstöðva (6 milljón tonn/ári).
Mengunar cfni Losunarstuðull (kg/m3 hráolía) Heildarlosun (tonn/ár) Jafngild C02 losun (tonn/ár) Uppspretta losunar
so2 0,8a> 5.340 (án vothreinsi- búnaðar) Lofttæmdir turnar, catalytic cracker, fluid coking, sulphur plant, SWS, incinerator, caustic regeneration, vents, off gases, annað
NOx 0,05 340 13.600 Catalytic cracking
co 0,08 540 810 Fluid catalytic cracker
NMVOC 0,53 3.540 17.700 Lekar og uppgufun í efnaferlum
co2b> Samtals 0,063 420 420.000 452.110 Allur rekstur
a) Áætluð eðlisþyngd hráolíu frá Timan Pechora er 900 kg/m3
b) Ekki fjallað um C02 í leiðbeiningum IPCC, gildið fengið úr skýrslu Línuhönnunar hf. og TUV
Rheinland GmbH (1997)