Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1999, Page 336
334 Árbók VFÍ/TFÍ 1998/99
Tafla 3 sýnir verulegan mun á niðurstöðum fyrir 10 milljón tonna Porvoo og 3 milljón
tonna Naantali-olíuhreinsunarstöðvarnar. Losun á C02 virðist vera töluvert hærri en 70
þúsund tonnin sem norsku stöðvarnar gefa upp. Það liggur hins vegar ekki ljóst fyrir hvernig
metan og aðrar gróðurhúsalofttegundir eru meðhöndlaðar og bókaðar en það gæti haft áhrif
á heildarlosun bæði finnsku og norsku stöðvanna. Losun rokgjarnra lofttegunda (VOC) í
Porvoo er töluvert lægri heldur en í Naantali, en tölurnar þaðan eru nær leiðbeiningum IPCC
(sjá töflu 2). Losun á köfnunarefnisoxíði er mun hærri í báðum finnsku stöðvunum heldur
en það sem gefið er upp í leiðbeiningum IPCC, en brennisteinsoxíðlosunin er hins vegar
mun minni en gefið er upp í leiðbeiningunum (líklega vegna vothreinsibúnaðar).
Almennt má segja að losun gróðurhúsalofttegunda og annarra lofttegunda frá nýjustu
gerð olíuhreinsunarstöðva sé vel týrir neðan eðlileg mörk sem gilda fýrir hvers konar meng-
andi iðnað. Þannig er öll losun vel innan þeirra marka sem sett eru í mengunar-
varnareglugerð (Umhverfisráðuneyti og Hollustuvernd ríkisins (1994)). Þau gildi sem eru í
samræmi við ströngustu ákvæði evrópskra og norrænna reglugerða myndu sjálfkrafa verða
hluti af starfsleyfi stöðvarinnar. Olíuhreinsunarstöðin verður samt sem áður mikil uppspretta
gróðurhúsalofttegunda (árlegt magn C02 að viðbættum C02 -jafngildum efnum gæti numið
500 þúsund tonnum) og mun þannig valda vandræðum í sambandi við Rammasamning
Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Öll önnur mengun ætti hins vegar að vera vel
innan viðráðanlegra marka.
Önnur umhverfísáhrif
Hvað varðar önnur umhverfisáhrif má flokka þau í mengunarstrauma frá stöðinni, fastan
úrgang, áhrif á lífríki og félags- og efnahagsleg áhrif. Áhrif á lífríki og önnur bein áhrif á
náttúruna í næsta nágrenni stöðvarinnar verða töluverð en innan þeirra marka sem við er að
búast. Verða þau ekki rædd frekar í þessari grein þar sem aðaláhersla er sett á mengun og
efnahagsleg áhrif. Frárennslisstraumar stöðvarinnar koma aðallega frá fjórum mismunandi
uppsprettum, þ.e. i) frá hreinsunarkerfinu, ii) frá vothreinsibúnaði fýrir S02, iii) hefðbundið
skolp, og iv) yfirborðsvatn (regnvatn). Þeir geta verið mjög mengaðir, með bæði fljótandi
olíubrák og hálfuppleystri olíu (e. emulsion), einnig með fenóli og fjölhringa ómettuðum
kolvetnum (e. polyaromatic hydrocarbons), sem geta verið hættuleg fýrir lífríki sjávar þangað
sem frárennslið er leitt að lokum (Arukve et al. (1997), Siljeholm (1998)). Til viðbótar inni-
heldur frárennslið töluvert magn af brennisteinssamböndum, aðallega í formi jónaðra
súlfíða, og er einnig mengað með talsverðu ammóníaki vegna köfnunarefnissambanda í
hráolíunni. Þar að auki finnast kolefnisagnir og aðrar ólífrænar agnir í frárennslinu. Einnig
má búast við einhverjum votti af þungmálmum, allt eftir efnasamsetningu hráolíunnar. Það
er því mjög mikilvægt að hreinsa vandlega allt frárennslisvatn.
Nýrri olíuhreinsunarstöðvar hafa fjárfest í dýrum hreinsistöðvum og nútímalegri hreins-
unartækni til að minnka það magn af olíu og öðrum mengandi efnum sem er sleppt út í við-
takann. Finnsku hreinsunarstöðvarnar hafa þannig náð þeim árangri að einungis 0,3 g af olíu
fýrir hvert hreinsað tonn af hráolíu frá Porvoo og 1,1 g/tonn í Naantali var sleppt út í við-
takann á árinu 1998. Það er hægt að bera þessar tölur saman við 1,9 g/tonn, sem er meðal-
tal fýrir vesturevrópskar olíuhreinsunarstöðvar (Neste, Fortum Group (1998)), og við
hámarkstöluna 3 g/tonn samkvæmt starfsleyfi fyrir Slagentangen-hreinsunarstöðina