Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1999, Page 337
Ritrýndar greinar 335
(Línuhönnun hf. & TUV Rheinland GmbH (1997)). Lága Porvoo-gildið myndi svara til
þess, að árlega myndi íslenska olíuhreinsunarstöðin senda um tvö tonn af olíu út í viðtakann
sem er sambærilegt við það sem best gerist í Vestur-Evrópu (OSPAR (1997)).
Fastur úrgangur, sem fellur til í stöðinni, á sér margs konar uppruna. Oft falla til föst
óhreinindi sem koma með hráolíunni. Sandur og óhreinindi berast í gegnum niðurföll, bæði
úr verksmiðjusal og frá plönum. Þá berast óhreinindi með vatninu sem hreinsunarferlið
notar. Ryðagnir koma frá hreinsunarkerfinu og ýmiss konar óhreinindi myndast vegna
viðhalds og hreinsunar og eins vegna brennslu á botnfalli hreinsunarinnar (e. sewage
sludge). Einnig myndast olíumengaður jarðvegur þar sem olía hefur hellst niður. Fastur
olíuúrgangur og olíumenguð drulla er venjulega urðuð, notuð sem gróðurjarðvegur eða
brennd í sorpbrennslu. Fastur verksmiðjuúrgangur hefur yfirleitt verið urðaður á íslandi. Til
dæmis má nefna kerbrot frá álverum, þannig að urðun yrði líklegasti kosturinn. Tilraunir
með lífrænt niðurbrot á olíumenguðum úrgangi benda til þess að hægt sé að nota hann sem
áburð ef hann inniheldur ekki of mikið af þungmálmum (Línuhönnun hf. & TUV Rheinland
GmbH (1997)).
Olíuhreinsunarstöð á Reyðarfirði myndi hafa veruleg efnahagsleg og félagsleg áhrif á
Austfjörðum engu síður en 480 þúsund tonna álver, en hægt er að líkja þessum tveimur
mismunandi verkefnum saman hvað þetta varðar. 1 báðum tilvikum er um að ræða ríflega
tveggja milljarða dollara fjárfestingu fyrir utan virkjanir. Sá reginmunur er þó á að fjár-
festingar vegna álversins koma í áföngum, en gert er ráð fyrir að byggja olíuhreinsunar-
stöðina í einum áfanga. Fyrsti áfangi álvers á Reyðarfirði er 120 þúsund tonn og heildar-
Ijárfestingar vegna hans eru áætlaðar um einn milljarður dollara (Fljótsdalsvirkjun, álver og
höfn á Reyðarfirði). Olíuhreinsunarstöðin kemur til með að skapa álíka mörg eða jafnvel
fleiri störf en álverið svo að þessir tveir kostir eru a.m.k. jafnir í þessu tilliti. Báðir þessir
valkostir hafa samt sem áður mengandi iðnaðarstarfsemi í för með sér og að auki fylgja
virkjunum fyrir álverið mikil landspjöll á hálendinu. Hér á eftir verður reynt að bera
umhverfisáhrif þessara tveggja valkosta saman á kerfisbundinn hátt.
Samanburður á tveimur fjárfestingarkostum
Við samanburð á þessum tveimur valkostum liggur meginmismunur þeirra í orkuþörfmni.
Olíuhreinsunarstöðin framleiðir sjálf það litla rafmagn, sem hún þarf (160 GWh), en 480
þúsund tonna álver þarf um 7000 GWh af raforku á ári. Fyrir fyrsta áfanga álversins er
nauðsynlegt að tryggja 1800 GWh af raforku, en þar af er gert ráð fyrir að 1250 GWh fáist
með Fljótsdalsvirkjun. Þessi áform hafa vakið upp miklar deilur í þjóðfélaginu, enda mikil
náttúruverðmæti sem óneitanlega fara til spillis á Fljótsdalsöræfum með því að stór hluti
Eyjabakka fer undir vatn, fyrir utan ýmiss konar jarðrask og mannvirkjagerð á hálendinu.
Þessar deilur hafa nú þegar vakið alþjóðlega athygli umhverfissinna or er hvergi nærri lokið
(Prokosch (1999)).
Hvers konar umhverfisáhrifasamanburður á þessurn tveimur fjárfestingakostum er að
sjálfsögðu mjög snúinn og verður aðeins gerður með töluverðum ágiskunum og hlutlægu
mati. Það eru til vísindalegar aðferðir til að meta umhverfisáhrif ólíkra valkosta tiltekinnar
framkvæmdar með því að skoða vísitölur veginna áhrifa mismunandi unihverfisþátta. Ein
slík aðferð er fjölþátta notagildisfallafræði eða svokölluð umhverfisgæðavísitala (Bisset