Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1999, Page 356
354 Árbók VFÍ/TFÍ 1998/99
tími núverandi eiganda í húsinu getur verið skammur og ennfremur eru minni manna tak-
mörk sett, einkum ef talað er um neikvæða þætti búsetunnar! Við könnun á búsetulengd (sjá
töflu 1) kom reyndar í ljós að þó nokkuð er um talsvert langa búsetu, sé tekið mið af aldri
húsa, og húseigandi getur því haft talsverða þekkingu á forsögu hússins.
Tafla 1. Búsetulengd í húsnœði í Reykjavík (árið 1994).
Búsetulengd (ár) Öll hús (%) -1929 1930 -39 Búseta eftir byggingartímabili húsa 1940 1950 1960 1970 —49 -59 -69 -79 1980 -89 1990 -94
Eitt ár eða skemur 10 43 14 10 4 5 16
2-5 ár 15 14 35 8 12 10 6 60
6-10 ár 23 29 15 8 16 20 48
11-20 ár 20 29 29 10 9 16 35 23
21-30 ár 11 17 32 20
31-40 ár 6 33 12
Meira en fjörtíu ár 6 14 14 20 17
Ekki svarað 9 14 10 8 8 10 6 40
Astandskönnun
Akveðið var að beita einungis sjónmati þar eð mælingar og sýnataka væru of tímafrek.
Astandsmat má hugsa sér með tvennu móti, annars vegar tíðni ákveðins ástands og hins
vegar umfang ákveðins ástands. Þessar aðferðir hafa t.d. verið ræddar af Brandt 1984 og í
NS. I tilvitnuðum ritum er megináherslan lögð á tíðnimat en mikilvægi þess að nota báðar
aðferðirnar hefur ekki verið undirstrikað nægjanlega að mati höfunda þessarar greinar. I
tíðnimati er skráð hversu oft ákveðið ástand sést, t.d. eftir fjölda byggingarhluta, og þannig
fæst hugmynd um hvað hrörnar, hversu oft og jafnvel hversu hratt. Umfang ástands er hins
vegar óljóst og því ógerlegt að áætla viðhaldsþörf út frá tíðnimati einvörðungu. í umfangs-
mati fást upplýsingar um heildarástand flatar og með magntöku á byggingarhlutum, t.d. út
frá teikningum, má áætla magn byggingarflata eftir mismunandi ástandi og þannig áætla
viðhaldsþörf. Niðurstöður úr mati sem byggist einungis á tíðni skemmda mun þannig gefa
aðrar upplýsingar um heildarástand heldur en mat á umfangi og í ástandskönnuninni var því
valið að nota tvöfaldan matslykil til þess að meta bæði tíðni og umfang.
Auk ástandsmats var viðhaldsþörf metin. Þetta sjálfstæða mat á viðhaldsþörf auðveldaði
síðari áætlun viðhaldskostnaðar þar sem mat á viðhaldsþörf út frá ástandslýsingu einni
saman er mjög tímafrekt. Við úrvinnslu á niðurstöðum kom í ljós að þetta tvíþætta mat sýndi
vel hvort samræmi var í mati á byggingu og þá hvort ástæða var til að skoða hana að nýju
vegna misritunar eða hreinna skekkja í mati.
Við skoðun húsanna var stuðst við matslykil og ítarleg skoðunarblöð þar sem skoðunar-
menn merkja við atriði og skrá athugasemdir. í upphafi er gerð grein iyrir almennum
atriðum um hvert hús, s.s. tegund húsnæðis, íjölda hæða, ytri aðstæðum (skjól, áveðurs) og
byggingarlagi.
Fyrir hvem byggingarhluta er byggingarefnum lýst (aðalefni, t.d. steypa eða málmur og
síðan nánari tegundarlýsing), áferð efna (slétt, bárað o.fl.), meðhöndlun yfirborðs (t.d. máln-
ing), festingum klæðningarefna, þakfrágangi og loks er sérlýsing íyrir glugga þar sem fram