Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1999, Page 359
Tækni- og vísindagreinar 357
Með því að gefa ástandsflokkunum einkunn ffá 1 (lélegt) til 100 (gott) má reikna út
dreifingu innan hvers aldursflokks. Dreifmg sem þannig fæst innan sama aldurshóps er alls
ekki normaldreifð, mynd 4, eins og sjá má á því að fyrir suma aldursflokka er talsverður
munur á meðal- og miðgildi og er hali dreifmgarinnar í átt að verra ástandi. Því þarf að gæta
ýtrustu varkámi við að meta niðurstöður, meðaltal getur t.d. gefið mjög skakka mynd af
ástandinu.
I vætusömu veðurfari Islands hefur yfirborðsmeðhöndlun í mörgum tilvikum mjög mikil
áhrif á ástand undirlagsefnis, en það kom skýrt fram í könnuninni að gæði yfirborðs-
Einkunn
Aldur húsa (ár)
—►—Meöaltal ■ «- Miöaildi Staöalfrv.
Mynd 4. Astand steyptra veggja - meðaltal, miógildi og staðalfrávik.
meðhöndlunar eru oft lítil og gefa því ekki næga vörn. Svo dæmi sé tekið af timburgluggum
þá hrörnar ástand þeirra jafnt og þétt í gluggum sem frá upphafi voru lítt vandaðir, þar til
skipta þarf um glugga. í glugga með mikil upphafsgæði er vandamálið aðallega það að tíðni
yfírborðsmeðhöndlunar vex óhóflega vegna lélegrar endingar og að því kemur að hreinsa
þarf timbrið upp, gera við skemmdir sem kunna að vera í því og síðan yfirborðsmeðhöndla
eins og um nýjan glugga sé að ræða. Steypa og múr sem er lélegt frá upphafi verður afar
þungt í viðhaldi og gæðin aldrei viðunandi. Stór hluti veggflata frá hvaða aldri sem er, og
sem er í góðu ástandi enn, hefur aldrei haft þörf fyrir viðhald. Lítil upphafsgæði virðist hins
vegar ekki hægt að bæta með venjulegum steypuviðgerðum. I þessum tilvikum getur reynst
nauðsynlegt að endurnýja ysta hluta veggjar og nota þá efni sem hæfir umhverfisárauninni,
en þetta virðist erfitt fyrir húseigendur að skilja.
Viðhaldsmarkaðurinn ofmetur árangur af venjulegu minni háttar viðhaldi á t.d. steypu.
Húseigandi, í samráði við ráðgjafa, hefur þannig tilhneigingu til að laga aðeins það sem
hann sér að þarfnast viðgerða og þá miðað við þann gæðastaðal sem hann gefur sér og getur
verið lægri heldur en kröfur eru í nýbyggingu. Svo heldur húsið áfram að skemmast og
sjaldnast er allt húsið, eða bara t.d. allir gluggar þess, í góðu ástandi samtímis. Vegna þessa
eru viðhaldsaðgerðir húsa endurteknar með jöfnu millibili, t.d. er algengt að gera við steypu
á 5-7 ára fresti. Sérhver viðgerð kemur eigandanum á óvart, hann skilur alls ekki hvers
vegna síðasta viðgerð dugði ekki til. Það er því brýn þörf fyrir verulega betri aðferðir við
úttektir og áætlanagerð í tengslum við viðhald bygginga.