Verktækni - 15.08.1991, Page 4

Verktækni - 15.08.1991, Page 4
Raforkusala til útlanda um sæstreng: Ekki gefinn markaður — segir Andrés Svanbjörnsson, yfirverk- fræðingur markaðsskrifstofu iðnaðarráðu- neytisins og Landsvirkjunar Markaðsskrifstofa iðnaðarráðu- neytisins og Landsvirkjunar, sem gengur undir nafninu MIL í dag- Iegu tali, var sett á stofn 10. maí 1988 í iðnaðarráðherratíð Friðriks Sophussonar. Verkefni hennar felast meðal annars í því að safna upplýsingum um allt sem varðar markaðsmöguleika orku, að gera frumhagkvæmniathuganir á nýj- um orkufrekum iðngreinum, að aðstoða við samningagerð og að standa að ráðstefnuhaldi, kynn- ingarstarfi, útgáfu og fleira þess háttar. Það hefur verið hlutverk MIL að kanna möguleika á raf- orkusölu til annarra landa um sæstreng eins og mikið hefur verið rætt um. VERKTÆKNI ræddi þau mál við Andrés Svanbjörns- son, yfirverkfræðing MIL. „Hugmyndir um raforkusölu til annarra landa um sæstreng hafa vakið mikla athygli undanfarið og kannski meiri en við höfum kært okkur um,“ segir Andrés. „Enn er eftir að ljúka samningum við Atlantsáhhópinn og fleiri aðilar hafa áhuga á að kanna möguleika á frekari stóriðju hér á landi. Þannig að athuga verður alla möguleika áður en ákvörðun verður tekin um beina raforkusölu um sæ- streng. En raforkuþörfin er gífurleg og það er ljóst að ef farið verður út í þetta á annað borð þá erum við að tala um þúsundir megawatta.“ Andrés telur raunhæft að leggja sæstreng til Skot- lands og hugsanlega áfram til Þýska- lands. Hann hafnar hins vegar hug- myndum, sem hafa komið fram, um að leggja sæstreng vestur um haf til Nýfundnalands með orkusölu í Kan- ada og Bandaríkjunum í huga. Andrés bendir á að í Kanada sé næg vatnsorka fyrir hendi og vegalengdin milli Nýf- undnalands og íslands sé nær þrefalt lengri en leiðin milli Skotlands og ís- lands. 4 VERKTÆKNl

x

Verktækni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verktækni
https://timarit.is/publication/900

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.