Verktækni - 15.08.1991, Síða 9

Verktækni - 15.08.1991, Síða 9
aðstæður til olíumyndunar. Við leit- urn engu að síður og dæmi um það er núverandi rannsókn á uppruna olíu- gassins sem fundist hefur í Öxarfirði. ^ar er nú verið að bora í sandana og t>®r boranir komu einfaldlega til Vegna gass sem gæti gefið til kynna að °'ía væri á svæðinu. Gasið er að vísu í nrjög litlum mæli en samt nóg til þess að ástæða sé til að kanna málið nán- ar- “ Karl segir að á söndunum í Öxar- firði sé háhitakerfi í jörðu og hugsan- ^ega sé að hitinn þar nægjanlegur til að skapa skilyrði fyrir efnabreytingum er leiða til olíumyndunar. Ekki vildi Karl tj á sig um hve líklegt sé að olíu gæti verið að finna í Öxarfirði en um nriðjan október kom fram í einu dag- t'laðanna að ætlunin sé að bora um 700 metra djúpa holu sem síðan á að fóðra. Það kom einnig fram að óvíst sé Urn framvindu þessa verkefnis þar sem fjárveiting til þess sé nánast uppurin. Sýni úr borkjarnanum hafa verið send hl Danmerkur og er fyrstu niðurstaðna að vænta í nóvember. Eitt stærsta verkefni Karls og sam- starfsmanna hans á sviði olíuleitar til þessa hefur verið rannsókn á land- gfunninu umhverfis Island. Hann seg- lr að í ljós hafi komið að um meiri setlög sé að ræða þar en á landi. „At- hygli okkar hefur einkum beinst að svæðinu fyrir norðan Eyjafjörð, þ.e. Eyjafjarðarál og Grímseyjargrunni. t’ar hafa fundist setlög sem eru allt að fjögurra kílómetra þykk en það er veruleg stærð á sviði olíuleitar. Við höfum reynt að kortlegga þetta svæði. Jafnframt hefur verið borað í Flatey á Skjálfanda ofan í þessi setlög. Ekki hefur verið borað ýkja djúpt en niður- stöðurnar hafa hins vegar verið þann- lg að við höfum ekki talið ástæðu til að fara út í frekari stórframkvæmdir við olíuleit á svæðinu. Það er ýmislegt sem bendir til þess að þar séu ekki °líuuppsprettur, það er að segja jarð- Jðg sem geta myndað olíu. Það er mik- 11 jarðskjálftavirkni á þessu svæði, tttikil brotavirkni, sem gæti hindrað samsöfnun olíu. Jafnframt ber að geta bess að jarðlögin á svæðinu eru mjög Ung og að skammur tími hefur verið fytir olíu að myndast þar. Flest bendir Þ1 þess að það sé mjög ólíklegt að þarna sé um eitthvert verulegt magn af olíu að ræða. “ En hvert beina jarðeðlisfræðingar í olíuleit nú athygli sinni? Karl segir að svæðið við Eyjafjarðarál sé svokallað nærsvæði en bætir við að athygli ís- lenskra vísindamanna hafi ekki síður verið á svæðum sem liggja fjær Iand- inu, t.d. svæðinu á milli Islands og Jan Mayen og einnig Hatton-Rockall svæðinu. „Athuganir á þessum svæð- um hafa verið langstærsta verkefni okkar hingað til. Raunar voru rann- sóknirnar á Hatton-Rockall svæðinu mun stærra verkefni fyrir okkur en Jan Mayen rannsóknirnar vegna þess að við unnum meiri hluta úrvinnslu Hat- ton-Rockall rannsóknanna sjálfir en í samvinnu við Norðmenn að rann- sóknunum við Jan Mayen.“ JHO JEÐ9000KG 91010021 ÓO Það kemur fram í máli Karls að Hat- ton-Rockall svæðið sé mjög sérstakt. „Það er á milli íslands, Færeyja, ír- lands og Bretlands og meirihluti svæðisins er fyrir utan 200 mílna efna- hagslögsögu fyrrgreindra ríkja. Það er punktur þarna sem er jafnlangt frá öll- um löndunum, sem við höfum nefnt, og einnig mjög langt frá ströndum þeirra allra. Þessi lönd gera kröfur um fullan rétt til svæðisins. Þetta er, eins og allir vita, óumsamið mál og reyndar mjög viðkvæmt. Danir og íslendingar hafa í sameiningu rannsakað Hatton- Rockall svæðið. Það var árið 1987 og þá voru framkvæmdar endurkasts- mælingar til þess að finna setlög og kortleggja þau. Þetta var kostnaðar- samt verkefni og notuð var nýjasta og fullkomnasta tækni sem völ var á. Sjávardýpi er mikið á svæðinu milli Jan Mayen og íslands. Punktalínan sýnir möguleg mörk meginlandsskorpunnar sem myndar þetta svæði. VERKTÆK.N1 9

x

Verktækni

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/900

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.