Verktækni - 15.08.1991, Page 14

Verktækni - 15.08.1991, Page 14
Runólfur Þórðarson verkfræðingur hjá Áburðarverksmiðju ríkisins. (Mynd: Hreinn Hreinsson.) Runólfur hefur mikinn áhuga á því að gera tilraunir með vetnisbíl. „Við höfum gælt við þá hugmynd að kaupa vetnisbíl sem gengi á milli Reykjavík- ur og skrifstofunnar hér. Ég tek það fram að þetta er aðeins hugmynd. Við höfum athugað með kaup á svona bíl en þeir eru ekki verslunarvara ennþá. Við höfum rætt lítillega við umboðs- mann Mercedes Benz hér á landi og beðið hann að athuga hvort mögulegt er að kaupa vetnisbíl frá Daimler- Benz. Ég tel mjög mikilvægt fyrir okk- ur að fá praktíska reynslu af þvf að reka svona bifreið og eldsneytið framleið- um við hér í Gufunesi," sagði Runólf- ur. VETNISVÆÐING ÍSLENSKA FISKISKIPAFLOTANS Bragi Arnason, prófessor við Verk- og raunvísindastofnun Háskóla ís- lands, hefur athugað ýmsa möguleika í sambandi við vetnisframleiðslu á ís- landi. Ein hugmynd Braga er að reisa nokkrar tiltölulega litlar vetnis' verksmiðjur víðsvegar á landinu. Markmiðið er að vetnisvæða íslenska fiskiskipaflotann. Olíunotkun fiski- skipaflotans var 232.000 tonn árið 1990. Til að framleiða vetni sem kæmi í stað þessarar olíu þyrfti að byggja verksmiðju sem framleiddi um 62.000 tonn af vetni á ári. I það þyrfti 400 MW vetnisverksmiðju. „Hagkvæmni stærðar er mjög lítil í vetnisframleiðslu. Því er alveg eins hægt að byggja nokkrar litlar vetnis- verksmiðjur í staðinn fyrir eina stóra, til dæmis tíu 40 MW verksmiðjur sem keyrðu á fullum afköstum allan sólar- hringinn. Einnig væri hægt að byggja tíu 80 MW verksmiðjur sem væru ein- ungis keyrðar á næturafmagni. Það gæti skapað verulega atvinnu úti á landsbyggðinni því hver vetnisverk- smiðja þyrfti um 80 starfsmenn." Bragi segir að ódýrast væri að nota vetnisgas bundið í málmsvömpum um borð í skipunum. „Vetnið er síðan los- að úr málminum með afgashita frá vél- inni. Þessi varmi fer allur til ónýtis núna, en ef flotinn væri vetnisvæddur þá væri hægt að nýta hann. Þegar skipin kæmu í höfn og farið væri að fylla þau með vetni myndi þessi sami varmi losna. Og þá þyrfti að taka hann í burtu. Mögulegt væri að taka þenn- an varma í land sem 70 gráðu heitt vatn. Þannig væri hægt að nýta helnv inginn af þeim varma sem tapast úti á sjó fyrir hitaveitur í landi. Ég hef reiknað út hvað þetta væri mikil orka og útkoman er sú að allur fiskiskipa- flotinn geti skilað í land orku sem nemur fjórðungi af orkunotkun Hita- veitu Reykjavíkur þannig að þetta er óskaplegt magn.“ — Hversu raunhæf er þessi hug- mynd? Eru þegar til vélar sem eru keyrðar með vetni? „Daimler-Benz hefur í nokkur ár keyrt stóran bílaflota á vetni, sem er geyrnt í bílunum bundið í málm- svömpum. Árið 1989 hafði þessi bíla- floti keyrt alls 670.000 km á vetni. Brennsla vetnis í þotuhreyflum hefur einnig verið reynd. Vetni er eitt al- besta eldsneyti sem til er fyrir þotu- hreyfla. Sem stendur eru sérfræðingar Airbus-verksmiðjanna að huga að því að breyta venjulegri farþegaþotu þannig að hún geti flogið fyrir vetni. Ef ákvörðun verður tekin um að gera þessar breytingar mun henni líklega verða flogið árið 1996. Það sem ræður úrslitum um það hvort vetnisþotur munu fljúga í framtíðinni er eldsneyt- isverðið. Verði vetni hagkvæmara en annað eldsneyti þá verða smíðaðar vetnisþotur. Hvað varðar skipsvélar þá hefur brennsla vetnis ekki verið prófuð fyrr en á þessu ári. Ég hygg að ástæðan fyrir því sé sú að orkunotkun skipa er aðeins lítill hluti af orkunotk- un heimsins. Nú er fyrirtækið Blohm + Voss AG í Þýskalandi að gera til- raun þar sem stór skipsvél er knúin vetni og að því er ég best veit gengur sú tilraun ágætlega. Þessar niðurstöð- ur eru mjög áhugaverðar fyrir okkur Islendinga því ef til þess kæmi að við gætum vetnisvætt skipaflotann, þá gætum við framleitt allt eldsneytið sem til þarf með endurnýjanlegum innlendum orkugjöfum. VETNISFRAMLEIÐSLA í STÓRUM STÍLINNAN SEILINGAR I skipum yrði vetnið líklega geymt sem gas bundið í málmsvömpum frek- ar en fljótandi vetni. Vetnisgas er mun ódýrara en fljótandi vetni og auk þess eru málmsvampar mjög öruggir eldsneytisgeymar, miklu öruggari en bensíngeymar til dæmis. Málm- svampar eru hins vegar þyngri en 14 VERKTÆKNI

x

Verktækni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verktækni
https://timarit.is/publication/900

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.