Verktækni - 15.08.1991, Blaðsíða 17

Verktækni - 15.08.1991, Blaðsíða 17
Möguleikarnir óþrjótandi — rætt við Baldur Líndal verkfræðing Baldur Líndal verkfræðingur. Baldur Líndal, verkfræðingur, hefur á starfsævi sinni komið ná- laegt Ijölmörgum verkefnum sem °ftar en ekki hafa falið í sér braut- fyðjendastarf í íslenskum iðnaði. Hann er til dæmis stundum kall- aður „faðir“ Kísiliðjunnar við Mý- vatn. I dag rekur Baldur eigin verkfræðistofu í Síðumúlanum og er enn að velta fyrir sér möguleik- Um nýrra iðngreina á Islandi. ^targar þeirra hugmynda, sem eru honum hugleiknar, tengjast nýt- mgu orkuauðlindanna, ekki síst jarðhitans. VERKTÆKNI heim- sótti Baldur í Síðumúlann til að kynnast svolítið þessum hug- uiyndum. „Til þess að geta byggt upp nýjar iðngreinar á Islandi verðum við að ieggja áherslu á séreinkenni lands og bjóðar," segir Baldur. „Markaður fyrir iðnaðarvörur er í flestum tilvikum lít- ill hér á Iandi og því er nýiðnaður °ftast háður útfltutningi. Það leiðir af sér að hann verður að byggjast á ein- bvers konar hagstæðum og sérstökum aðstæðum til að standast samkeppni við aðra framleiðendur og vega upp á fnóti flutningskostnaði og í sumum til- vikum innflutningsgjöldum.'1 — En í hverju felst sérstaða Islands í þessu tilliti ? „Fyrst er auðvitað að nefna tilvist vatnsaflsins og jarðhitans. Einnig er bér að finna fjölmörg verðmæt jarð- efni og gnægð hágæða ferskvatns. Þá má ekki gleyma hreinleika og fersk- ieika landsins sjálfs, sem er auðlind í sjálfu sér. Til viðbótar má nefna gott °g velmenntað starfslið, en menn bafa verið tregir til að flokka það sem auðlind. Engu að síður hefur reynslan sýnt að þetta er ekki hin léttvægasta forsenda iðnaðar, eins og fram hefur bomið til dæmis í útflutningi á há- tækniframleiðslu á síðustu árum.“ Baldur bendir á að stóriðnaður, sem fyrir er í landinu, byggi í flestum til- vikum á ofangreindum þáttum. „Þá á ég til dæmis við áliðnaðinn og járn- blendið, sem byggja á vatnsafli, kísil- gúrinn, sem byggir bæði á jarðhita og sérstæðum jarðefnaaðstæðum, stein- ullina, sem byggir bæði á raforku og nærtækum hráefnum, og að sjálf- sögðu fiskiðnaðinn, sem byggir á góðu og nærtæku hráefni. Þá má minna á nýtilkominn útflutning á vatni, sem byggir á ferskleikanum og hreinleik- anum.“ Möguleikar nýiðnaðar á Islandi í framtíðinni eru samofnir þessum sömu þáttum að mati Baldurs. „Við munum nýta vatnsorkuna, þessa umhverfisvænu orkulind, til framleiðslu í orkufrekum iðnaði í miklu meira mæli í framtíðinni en hingað til. Island er nánast sjálfkrafa kjörið fyrir áliðnað og aðra orkufreka stóriðju því víðast annars staðar þarf að notast við brennsluefni eða kjarn- orku til raforkuframleiðslu. Allir vita hversu mikil mengun fylgir brennslu- efnunum og enginn ræður við úrgan- ginn frá kjarnorkunni. Mengun er að stórum hluta hnattræn og því er miklu æskilegra, frá sjónarhóli umhverfis- verndar, að stóriðjuver rísi þar sem notaðir eru mengunarfríir orkugjafar til raforkuframleiðslu. Þess vegna kærni það til með að hlífa jörðinni við óþarfa mengun ef stóriðja væri stað- sett hér á landi í auknum mæli.“ Baldur telur að miklu meiri áhersla verði lögð á að virkja jarðhitann í framtíðinni. En það sé þó tæpast hægt að gera nema í tengslum við iðnað sem nýti jarðgufu. „Eitthvað ákveðið verð- ur að vera í farvatninu svo það borgi sig að fara út í að virkja jarðhitann í stórum stíl. Þar kemur ýmislegt til greina. Sem dæmi má nefna súráls- vinnslu úr báxíti en úr súrálinu væri síðan framleitt hágæða ál til útflutn- ings. Annað dæmi er magnesíum- klóríðvinnsla, sem styðst við jarðhita og raforku, til framleiðslu hágæða magnesíummálms. Fleiri hugmyndir hafa verið á lofti um hugsanleg gufu- frek iðnferli. Nefna má sykurvinnslu, framleiðslu etyl-alkóhóls, bleikingu endurunnins pappírs og framleiðslu vetnisperoxíðs. Fram að þessu höfum við ekki nýtt jarðhitann sem skyldi en möguleik- arnir eru óþrjótandi." VERKTÆKNI 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/900

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.