Verktækni - 15.08.1991, Qupperneq 19

Verktækni - 15.08.1991, Qupperneq 19
ÍSICNSKA AVCirSINCASCOCAN Hf. ur, sem höfðu reynslu á þessu sviði, stofnuðu þá Virki hf. árið 1969. Sext- án árum síðar, 1985, var stofnað fyrir- tækið Orkustofnun erlendis hf., eða Orkint, í þeim tilgangi að markaðs- setja þekkingu og reynslu Orkustofn- unar á erlendum vettvangi. Orkint gerðist síðan hluthafi í Virki sem eftir það hlaut nafnið Virkir-Orkint hf.“ mikil þörf fyrir RAðgjöf í austur- hvrópu Verkefni Virkis-Orkint hafa verið víða um heim og oft í fjarlægum lönd- um. Má þar nefna verkefni í Kenýa og Djibouti í Austur'Afríku sem miðuðu að því að nýta jarðgufu til raforku- vinnslu. En aðspurður um þau verk- efni sem fyrirtækið hefur unnið að undanfarið segir Guðmundur að í seinni tíð hafi menn litið í auknum mæli til Austur-Evrópu. „Ástæðan er sú að þarer talsverður jarðhiti, lághiti í flestum tilvikum, og þar er mikil þörf fyrir ráðgjöf. Sérstaklega þurfa þessi ríki aðstoð við að innleiða hjá sér vest- ræna tækni og tæknihúnað til nýting- ar á jarðhitanum." I Ungverjalandi var stofnað sameiginlegt fyrirtæki Virkis-Orkints og heimamanna á síð- asta ári og á vegum þess voru gerðar forathuganir á byggingu, og í vissum tilvikum endurbyggingu, hitaveitna í nokkrum bæjum. Líkur eru á því að ráðist verði í eitt af þessum hitaveitu- verkefnum seint á þessu ári eða snemma á því næsta að sögn Guð- mundar og mun Virkir-Orkint tengj- ast því. Þá hefur verið unnið að sams konar forathugun í Tékkóslóvakíu. Einnig hafa verið kannaðir möguleik- arnir á samstarfi við Sovétmenn. „Fyrir rúmu ári fórum við til Austur- Síberíu og Kamtsjatka. Á Kamtjsatka- skaganum er mikill jarðhiti en nýting hans er skammt á veg komin. Þar hafa þó verið boraðar margar gufuholur á svæði þar sem hugmyndin er að byggja 100 til 200 MW jarðgufuvirkjun. Það hefur talsvert verið rætt um hvort við gætum eitthvað aðstoðað við þá frarn- kvæmd. En það er ekki bara raforku- vinnsla sem er áhugaverð þar því heimamenn þurfa einnig á hitaveitu að halda. Það er nokkurn veginn búið að ganga frá einu verkefni þar sem unnið verður að á næstunni og felur í sér forathugun á hitaveitu fyrir Elizo- vo, sem er bæjarfélag í nágrenni við höfuðborgina Petropavlosk. Gengið var frá þeim samningi efnislega í Moskvu nú í haust. Annað svæði er einnig mjög áhuga- vert í Sovétríkjunum — í norðurhluta FRÁBÆR ÞAKDÚKUR FRAMÚRSKARANDI ÞJÓNUSTA Reykjavikurvegi 60. 222 Hafnarfjörður, Simi: 91-54644, Fax: 54959 BYGGÐAVERK HF. Margir húseigendur þekkja það af sárri og kostnaðarsamri reynslu að vatn er oft til vandræða. SIKA PVC þakdúkarnir eru varanleg vatnsvörn á svalir og þök. Öll samskeyti eru soðin saman og vatnið á enga leið í gegnum dúkinn sem er níðsterkur og algerlega viðhaldsfrír. SIKA þakdúk má leggja allt árið um kring og sjá sérmenntaðir starfsmenn okkar um að leggja allan dúk sem við seljum. Það ásamt obilandi trú okkar á gæðum SIKA þakdúkanna gerir okkur kleift að bjóða 15 ára ábyrgð á efni og vinnu. Komdu eða hringdu og fáðu nánari upplýsingar um SIKA þakdúkana. Við gerum föst verðtilboð kaupendum að kostnaðarlausu. Áratuga reynsla og 15 ára ábyrgð á efni og vinnu tryggja að þegar þú reiknar dæmið til enda er SIKA hagkvæmasti kosturinn. VERKTÆKNI 19

x

Verktækni

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/900

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.