Verktækni - 15.08.1991, Page 20

Verktækni - 15.08.1991, Page 20
Frá Mutnovski háhitasvæðinu að sumarlagi. Það er í um 1.000 m hæð yfir sjó. Kákasus nánar tiltekið — og mikill áhugi heimamanna á samstarfi við okkur. Þar eru gamlar og þurrausnar olíulindir en í jarðlögunum er mikið eftir af 90 til 100 gráðu heitu og til- tölulega góðu vatni. Þeir hafa mikinn áhuga á því að nýta þetta vatn, bæði til upphitunar húsa og eins til gróður- húsaræktunar, sem er þar mikil. Það er aðallega í tengslum við húshitunina sem við kæmum til sögunnar. Þetta er það helsta sem hefur verið á döfinni hjá okkur undanfarið en ýmis- legt fleira er í athugun." FLEIRI TÆKIFÆRI - AUKNIR TEKJUMÖGULEIKAR — Að hve miklu leyti veitið þið hjá Virki-Orkint ráðgjöf og að hve miklu leyti eruð þið verktakar? „Fram að þessu höfum við fyrst og fremst veitt tækniráðgjöf. Hins vegar hefur það komið mjög skýrt í ljós í viðræðum við marga aðila, sem við höfum haft samskipti við, að þeir vilja og þurfa það sem kalla má heildar- lausnir, sem fela í sér ráðgjöf, hönnun og byggingu mannvirkja. Þetta er eitt af því sem verið hefur til umræðu ný- verið á vettvangi Virkis-Orkints og mér sýnist að sú stefna verði tekin að fyrirtækið fari út í það að taka slíkar heildarlausnir að sér. En þá þarf að fá fleiri aðila hér á landi til samstarfs. Það er ljóst að ef ráðist verður í þetta þá er verið að tala um fleiri tækifæri og aukna tekjumöguleika en jafnframt meiri áhættu.“ Nú, þegar samið hefur verið um sameiginlegt evrópskt efnahagsvæði, vaknar sú spurning hvort ekki opnist nýir möguleikar fyrir Virki-Orkint. „Við veltum því mikið fyrir okkur um tíma að reyna að komast inn á markað Evrópubandalagsins þannig að við gætum haft þar aðgang að verkefnum og sjóðum sem bundin voru við Evrópubandalagslöndin. Á síðasta ári og fram á þetta ár vorum við í viðræð- um um að kaupa jarðhitafyrirtæki í austurhluta Þýskalands í þessu skyni og samningar þar að lútandi voru nokkuð langt komnir. En svo þróuð- ust málin á annan veg og okkur fannst seinagangurinn of mikill. Við konv Guðmundur Pálmason, forstjóri Jarð- hitadeildar Orkustofnunar. (Mynd: Kristján Einarsson). umst því að þeirri niðurstöðu að rétt væri að hætta við kaupin. En með samningnum um EES opnast ýmsir möguleikar fyrir okkur, sem við ekki höfðum áður, á að komast inn á Evr- ópumarkaðinn. En það má líka snúa dæminu við því það er hugsanlegt að við fáum aukna samkeppni hér á landi frá fyrirtækjum á Ítalíu, Frakklandi og jafnvel víðar að sem geta boðið þjón- ustu sína á sviði jarðhita hér á landi. Eg held hins vegar að við séum ekkert illa undir slíka samkeppni húin og þurfum ekki að óttast hana sérstak- lega.“ VÆNLEGUR ÚTFLUTNIN GUR — Sjá menn fyrir sér að þessi starf- semi geti orðið umtalsverður útflutn- ingsatvinnuvegur? „Ég veit nú ekki hversu stórt þetta getur orðið á þjóðarvísu. En við erum auðvitað að þessu vegna þess að við höfum trú á að þetta geti orðið væn- legur útflutningur. Ástæðan fyrir því er auðvitað sú að hér á landi er að finna þekkingu og mikla reynslu á þessu sviði. Þannig að við höfum góð- an grunn til að byggja á.“ Guðmundur segir að töluverð samkeppni sé á þess- um markaði. „Við erum að keppa við fyrirtæki frá löndum eins og Nýja-Sjá- landi, Italíu, Frakklandi og Banda- ríkjunum. En heimurinn er stór og það eru margir sem þurfa á þessari þjónustu að halda þannig að ég held að það sé pláss fyrir þó nokkuð mörg fyrirtæki. Eitt er þó rétt að hafa mjög í huga. Áhugi á nýtingu jarðhita fer ákaflega mikið eftir heimsmarkaðsverði á olíu. Þegar olíukreppurnar gengu yfir var áhuginn sérstaklega mikill um allan heim en það dró úr honum þegar olíu- verðið lækkaði aftur. Þetta er eðlilegt Framh. bls. 55 20 VERKTÆKNI

x

Verktækni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verktækni
https://timarit.is/publication/900

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.