Verktækni - 15.08.1991, Side 24

Verktækni - 15.08.1991, Side 24
Tilraun vargerð með að láta þennan bíl, í eigu Sigurðar Sveinbjörnssonar, ganga fyrir vetni árið 1945. Vetnisbíll frá 1945 Á stríðsárunum fór Baldur Líndal, þá stúdent en nú verkfræðingur, ásamt tveim félögum sínum norð- ur á Akureyri að framleiða kolsýru sem þeir þjöppuðu á stálkúta. Þannig kynntist hann vel tækni við þjöpp- un gastegunda. Óvíst var um innflutning á olíu á þessum árum og því datt Baldri í hug að framleiða vetni sem hann setti á kúta og notaði sem eldsneyti á breskan „offísérabíl“ af Humber gerð, sem honum áskotnaðist hjá Sölu varn- arliðseigna. „Eg uppgötvaði fljótt að það þurfti að breyta ýmsu í blöndungnum,“ segir Bald- ur. „Og það var ekki hægt að koma nægjanlega miklu vetni á kútinn til að aka einhverjar vegalengdir. Þá sá ég í hnotskurn vanda- málið, sem enn er verið að glíma við, varðandi geymslu vetnis svo hægt sé að nota það sem eldsneyti.“ Baldur segist samt vera sannfærður um að vetni verði notað sem eldsneyti á næstu öld þegar olían fer að hækka í verði. Ekki á Baldur mynd af Humber bílnum. En Sig- urður Sveinbjörnsson, sem rak og rekur enn eigið véla- verkstæði fyrir norðan, gerði líka tilraun með að láta bíl ganga fyrir vetni ár- ið 1945 og er myndin af þeim bíl. Tilraun Sigurðar má rekja til Baldurs. „Þegar ég skilaði Sigurði bflvélinni sem ég notaði í minni tilraun lét ég hann hafa einn kút af vetni, sem hann ætlaði að gera tilraun með að nota við logsuðu. En þess í stað notaði hann vetnið til á bflinn sinn.“ fræðingar ALCAN fullyrða að hægt sé að gera framleiðslu og notkun slíkra geyma fjárhagslega og tæknilega hag' kvæma ef nægir peningar fáist til rannsókna og þróunar á geyminum.“ -En það veldur mengun að fram- leiða ál? „Já, en það er miklu þægilegra að koma mengunarvömum við í stórum einingum en litlum. Það er ódýrara að setja upp mengunarvarnarbúnað í ál- verum, kjarnorkuverum og öðrum orkuverum sem framleiða raforku en að setja hann á alla bílana. Þegar ál- loft geymirinn er orðinn fullþróaður þýðir það fyrir okkur að við getum keyrt alla bílana okkar á eigin orku- gjöfum, það er rafmagni frá fallvatns- orkuverum. Við íslendingar höfum sérstöðu hvað þetta varðar. Aðrar þjóðir eru nauðbeygðar til að fram' leiða raforku með mengandi orkugjöf' um, til dæmis kjamorku og kolum.“ Að sögn Gísla er ábloft rafhlaðan ennþá á hönnunarstigi. „Sú rafhlaða, sem tekur við af blýrafhlöðunni, er svokölluð natríum-brennisteinsraf' hlaða. Hún er merkileg vegna þess að hún gengur á háum hita eða 350 gráð- um á Celsíus. Þess vegna verður að byggja hana inn í hitaeinangrað box. Skaut þessarar rafhlöðu eru bráðið natríum og bráðinn brennisteinn. Raflausnin er hins vegar fast efni eða áloxíð. Þessi rafhlaða hefur nærri því fjórum sinnum meiri orku en hefð' bundnir blýgeymar. Og hún er alveg viðhaldsfrí. Raflilaðan er talin endast lífaldur venjulegs bíls. Miklar tilraun- ir hafa verið gerðar með natríum' brennisteinsrafltlöðuna og hún er nánast fullþróuð. Næsta stig er að koma henni í fjöldaframleiðslu til að verðið á henni lækki.“ ÁHUGALEYSI ÍSLENSKRA STJÓRNVALDA Gísli segir að með venjulegum blý- geymi í rafbíl sé hægt að keyra um 100 km á dag án hleðslu. „Flestir borgar- búar keyra um 30-40 km á dag og þess vegna duga venjulegir blýgeymar til aksturs inni í borgunum. Til þess að aka lengri vegalengdir þarf hins vegar 24 VERKTÆKNI

x

Verktækni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/900

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.