Verktækni - 15.08.1991, Page 26

Verktækni - 15.08.1991, Page 26
Stórátak í nvtingu — viðtal við Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra Yfirskrift „Hvítu bókarinnar“ svokölluðu, sem hefur að geyma stefnu og starfsáætlun ríkisstjórn- arinnar, er „Velferð á varanlegum grunni“. Þar segir að nýting orku- linda landsins sé grundvöllur framfara og þá væntalega sá grunnur sem velferðin muni byggja á. En hvernig er best að nýta orkulindirnar? Hver eru næstu skref? Hver er framtíðar- sýnin? Jón Sigurðsson iðnaðarráð- herra ræðir þau mál í viðtali við VERKTÆKNI. Jón var fyrst beðinn um að gera grein fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi nýtingu orkuauðlinda ís- lands. „Það er stefna ríkisstjórnarinnar að freista þess með öllum ráðum að rjúfa þá kyrrstöðu sem því miður hefur orð- ið í íslensku atvinnulífi á undanförn- um árum. Eitt af því sem við blasir að brýnast sé að gera er nýtt stórátak í nýtingu orkulindanna. Til þess að koma þeim í verð er enginn vafi á því að við þurfum að leita eftir samning- um um orkufreka stóriðju og freista þess að byggja upp orkufrekan iðnað víða á landinu. Við þurfum að halda áfram athugunum á útflutningi raf- orku um sæstreng og við þurfum að huga að framleiðslu vetnis sem orku- bera. Hvort tveggja krefst samstarfs við erlenda aðila eins og reyndar upp- bygging á orkufrekum iðnaði. Kjarni málsins er sá að við eigum miklar ork- ulindir ónýttar. Við höfum ekki nýtt nema um tíunda hluta þess sem í þeim býr. Til þess að njóta afraksturs af þessum náttúruauði þurfum við að taka skipulega á málum. Fyrsta stóra málið er að sjálfsögðu að ljúka samn- ingum um álver á Keilisnesi og á því eru nú góðar horfur. Þetta er í stuttu máli meginstefnan í orkumálum; að láta ekki árnar renna Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra. (Mynd: Tíminn.) arðlausar til sjávar öllu lengur, að rjúfa kyrrstöðuna í íslensku atvinnulífi og binda endi á það langa hlé sem hefur orðið í stórvirkjunum með tryggða sölu fyrir orkuna. Fimmtán ár eru liðin frá því samningurinn var gerður um Grundartangaverksmiðjuna og meira en tuttugu ár frá því Alverið í Straum- svík tók til starfa. Þótt það sé að vísu rétt að það taki langan tíma að ná samningum um þessi stóru verkefni þá er þetta allt of hægur taktur.“ ÍSLAND HEFUR ÓTVÍRÆÐA STAÐARKOSTI FYRIR ÁLFRAMLEIÐSLU — N ú eru ýmsar blikur á lofti varð- andi samningana við Atlantsál-hóp- inn og ýmsir halda því fram að það verði ekkert af áformum um að reisa álver á Keilisnesi. Sovétríkin dæla áli á markaðinn, það stefnir í eins millj' arðs króna tap ÍSALS á þessu ári, áb verð er í lágmarki og fátt sem bendir til þess að það hækki á næstunni. Verður af samningum í ljósi þessa? 26 VERKTÆKNI

x

Verktækni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verktækni
https://timarit.is/publication/900

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.