Verktækni - 15.08.1991, Blaðsíða 28

Verktækni - 15.08.1991, Blaðsíða 28
Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. (Mynd: Tíminn.) hagstæð vegna þess að lægð er í fram- kvæmdum víða um lönd.“ ER KRAFIST FULLKOMINNA MENGUNARVARNA í SAMNINGUM UM ÁLVER Á KEILISNESI? — Kristín Einarsdóttir, þingmaður Kvennalistans, heldur því fram í við- tali við VERKTÆKNI að ekki sé kraf- ist fullkominna mengunarvarna í samningunum við Atlantsáhhópinn. Hverju svarar þú þeirri fullyrðingu? „Ég get ekki sagt neitt annað um hana en að hún er röng og hún styðst ekki við rök. Ef bornar eru saman kröfur varðandi útblástursloft frá ker- skála í nýjustu norsku starfsleyfunum — en Norðmenn eru nú taldir gera mjög strangar kröfur — þá liggur ís- lenska krafan, sem er um hámark 0,75 kíló af flúoríði á hvert tonn af franv leiddu áli, alveg um miðjan flokk nýrra leyfa. Þessi leyfi eru yfirleitt á bilinu frá 0,7 og upp í 0,9 kílo af flúoríði á tonn sem hefur verið talið viðsjárverðasta efnið. Þetta á sér líka hliðstæðu í mjög mörgum öðrum löndum þar sem mörk fyrir leyfilega mengun frá nýjum álverum eru víðast hvar á bilinu 0,7 og upp í 1,0 kíló flúoríðs á hvert tonn af áli. Við krefj- umst því fullkominna mengunar- varna. Ég vil líka láta þess getið að miðað við þessa kröfu um hámark 0,75 kíló af flúríði verður raunveruleg útkoma mun lægri. Til þess að fyrirtæki geti verið viss um að mengun haldist inn- an þessara marka þá verða þau að vera með hreinsiverkið stillt þannig að mengunin verði jafnan minni en felst í þessum tölum. Það má líka glöggt sjá í þeim álverum, sem mæta slíkum kröfum, að niðurstaðan verður veru- lega innan þessara marka. Hvað brennisteinstvíildi varðar er ekki gert ráð fyrir vothreinsun í starfs- leyfinu heldur eingöngu þurrhreins- un. Vothreinsun myndi fyrst og fremst hafa það í för með sér að brennisteins- tvíildi félli miklu fyrr í sjó en það gerir ef um þurrhreinsun er að ræða. Það er líka rétt að benda á að brennisteins- tvíildi er ekki talið í flokki þeirra gas- tegunda sem valda gróðurhúsaáhrifum á jörðinni. Það er fyrst og fremst spurning um staðbundin áhrif af brenn i steinsmengun. Það verður að skoða reglurnar sem álveri hér á landi eru settar að þessu leyti í ljósi aðstæðna. í löndum, þar sem mikil mengun er fyrir og aðal- eldsneyti er kannski brennisteinssúrt jarðeldsneyti, víkur allt öðru við en hér, þar sem að mestu er notuð meng- unarfrí raforka og jarðvarmi. Þannig er skynsamlega á þessu máli haldið í starfsleyfinu og fyllstu krafna gætt miðað við aðstæður hér á landi.“ 28 VERKTÆKNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/900

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.