Verktækni - 15.08.1991, Page 35

Verktækni - 15.08.1991, Page 35
 Elliðaárstöðin tók til starfa 1921. (Mynd: Kristján Einarsson.) HLUTUR INNLENDRA ORKUGJAFA Um aldamótin voru innflutt kol langmikilvægasti orkugjafi landsins og engin breyting varð á því fyrr en við lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Þess má geta að í báðum heimsstyrjöldun- um, þegar kol voru torfengin og verð á þeim mjög hátt, var gripið til þess ráðs að vinna surtarbrand (brúnkol) hér innanlands. Árið 1937 var aðeins um 10% af orkuþörf þjóðarinnar fullnægt með innlendum orkugjöfum, vatns- afli, jarðvarma og mó. Frá stríðslokum og fram yfir 1970 jókst innflutningur á olíu gríðarlega á kostnað kolanna en síðan hefur dregið verulega úr honum aftur. Fyrir tveimur árum var svo konv ið að hlutur innlendra orkugjafa var orðinn 68% og skiptist það þannig að raforkan var 37% og jarðvarminn 31%. (Heimildir: 1. Bragi Gudmundsson.Gunnar Karlsson: Uppruni nútímans. Rv. 1988. 2. Is- land 2010. Auðlindir um aldamót. Nýting nátt- úruauðlinda til sjós og lands næsta aldarfjórð- unginn. Utgefandi: Framkvæmdanefnd um framtíðarkönnun á vegum forsætisráðuneytis. Rv. 1987. 3. Landsvirkjun 1965-1990. Rv. 1990.) Ljósafossvirkjurt í Sogi var tekin í gagnið 1937- (Mynd: Tíminn.) VERKTÆKNl 35

x

Verktækni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verktækni
https://timarit.is/publication/900

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.