Verktækni - 15.08.1991, Síða 44

Verktækni - 15.08.1991, Síða 44
1 skólinn býður. „Við setjum okkur inn í orkumál viðkomandi landa, athug- um hvaða möguleika jarðhiti hefur sem orkulind í landinu, við heimsækj- um jarðhitasvæðin, sem verið er að vinna á, í það og það skiptið, og við heimsækjum rannsóknastofnanir og skylda aðila. Þannig reynum við að meta hvers konar þjálfun viðkomandi landi kemur best. Sérfræðiþörf landa er mjög mismunandi og við reynum að sérhæfa fólk í flestum, ef ekki öllum, vísindalegum sviðum innan jarðhita- fræðinnar. Reyndar má segja að oft sé námið hjá okkur skraddarasaumað að þörfum landanna." Ingvar segir að þegar upplýsingaöflun sé lokið ásamt viðtölum við umsækjendur séu þeir síðan valdir. „Við erum með topp- menn í námi hér. Kennslan fer öll fram á ensku og verða þeir að tala það tungumál reiprennandi.“ Námið sjálft er, eins og fram kemur í máli Ingvars, mjög sérhæft en jafn- framt fjölbreytt. „Við nýtum alla þá sérþekkingu sem við getum náð í hér og síðan koma gestafyrirlesarar frá öðrum löndum. Yfirleitt er hver kenn- ari, sem er sérfræðingur á sínu sviði, með tvo til þrjá nemendur í einu.“ — Hafið þið samband víð nem- endurna sem stundað hafa nám við Jarðhitaskólann? Ingvar brosir í kampinn og segir að það sé skemmtileg staðreynd að þó svo að skólinn sé tiltölulega ungur að ár- um sé önnur kynslóðin komin til náms. „Við höldum sambandi við fyrri nemendur okkar og nú eru nemendur þeirra að koma til okkar að taka upp þráðinn þar sem kennarar þeirra slepptu honum. Markmið skólans er að hjálpa jarðhitalöndum að koma sér upp hópum fólks með sérhæfingu í úrvinnslu jarðvarma frá grunni. Þetta er þróunarstarf og við fylgjumst með því hvernig starfið gengur þegar heim er komið. Oft eru fleiri en einn og tveir nemendur frá sama landi í námi hjá okkur og það er vegna þess að við leggjum áherslu á að hjálpa vikom- andi löndum að verða sjálfbjarga á þessu sviði. Við fylgjum nemendum okkar eftir með heimsóknum, bréfa- skriftum og síðast en ekki síst með því að senda þeim rannsóknaskýrslur jöfnum höndum.“ Að lokum spyrjum við Ingvar hvernig þessi kynning eða útflutning- ur á íslenskri sérþekkingu komi Islandi til góða. Hann ítrekar að skólinn sé fyrst og fremst þróunaraðstoð en auð- vitað sé þetta jafnframt mikilvæg kynning á íslenskri sérþekkingu. „Eins og ég sagði áður þá er skólinn mjög eftirsóttur og nemendur hans verða oftast leiðandi sérfræðingar á sínu sviði í heimalöndum sínum. Slikt hlýtur að vera ómetanlegt fyrir ísland, sérstaklega með tilliti til þess að hóp- urinn, sem lýkur námi hjá okkur, stækkar sífellt. Spurningin er hins vegar hvernig við íslendingar nýtum , okkur síðan þessa kynningu á sérþekk- ingu okkar. Það er svo önnur saga. “ I--------------------------1 * Alþjóðleg ráðstefna í Reykjavík Alþjóðleg ráðstefna um nýtingu jarðhita í iðnaði verður haldin í Reykjavík, 2.-4. september á næsta ári, undir yfirskriftinni „Hrein orka fyrir framtíðina“. Það er Félag íslenskra iðnrek' enda sem býður til ráðstefn- unnar í samstarfi við ýmsa innlenda og erlenda aðila. Fjallað verður m.a. um tæknileg einkenni jarðhita- svæða, umhverfisþætti, nýt- ingu jarðvarmaorku í iðnaði og framtíðarmöguleika á því sviði og hagræna þætti sem snerta nýtingu jarðhita. FROSTVORIM A VATNSINNTÖK ! Notkun á sjálfhitastillandi rafhitastreng kemur í veg fyrir að vatnsinntakið frjósi. Slíkur strengur hitnar sjálfkrafa þegar kólnar í veðri. —- Engin stýritæki nauðsynleg. Rafhitastrengir eru einnig notaðir í þakniðurföll, rennur og víðar. Strengirnir eru samþykktir af RER. Útsölustaðir BYKO, Kópavogi BYKO, Hafnarfirði GLÓEY, Ármúla RAFVÖRUR, Langholtsvegi PR. BÚÐIN., Kópavogi RAFDEILD KEA, Akureyri 44 VERKTÆKNI

x

Verktækni

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/900

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.