Verktækni - 15.08.1991, Síða 50
Baldur Líndal:
Hveravatn
INNGANGUR
Á árunum 1987-88 gerði höíundur nokkrar athug-
anir á þvottaeiginleikum hveravatns hér á iandi. Til-
drög voru þau, að tiltæk gögn og reynsla þjóða af
hveravatni bentu til þess að þarna væri að finna sér-
staka þvottaeiginleika, sem gerðu hin þvegnu efni
sérstök í sinni röð.
Alkunna er að vatn hvera og annarra heitra linda hefur
víðsvegar verið notað til þvotta svo lengi sem sagnir ná til.
Nægir þar að minna á okkar eigin fornsögur, þvottalaug-
arnar í Reykjavík og hverja athygli þvottar vöktu meðal
erlendra ferðalanga fyrr á öldum. Þannig segir á fsland-
skorti Guðbrandar Þorlákssonar, frá sextándu öld, og á
Islandskorti því sem kennt er við Georgio Carolo frá byrjun
sautjándu aldar, til skýringar við Reykjanes: „Fons comm-
utans lamas nigras in albas! albas in nigras" þ.e. uppspretta
sem breytir hvítri ull í svarta. Ut frá Olfusi segir síðan:
„Fons commutans lamas albas in nigras“ þ.e. uppspretta
sem breytir svartri ull í hvíta. Þannig er gefið í skyn að
hverirnir séu til þess fallnir sérstaklega að lita ullina annars
vegar og fá vel hvíta upp hins vegar. Auk nafna eru litlar
skýringar á kortum þessum að öðru leyti, nema vitaskuld
við Heklu. Þar stendur „mons perpetuo ardeus“ þ.e. fjall
eilífra vítiselda, eins og vænta mátti á þessum tíma.
f annan stað má benda á reynslu af jarðhitavatni í Kína. í
ullarverksmiðju í borginni Tianjin er fullyrt að með þessu
vatni náist óhreinindi betur úr efnunum en öðru vatni,
bleiking sé betri og teppin séu litfegurri. I hliðstæðri verk-
smiðju í Peking er sagt að litun sé varanlegri og betri,
bleiking sé meiri og litirnir skærari. Til staðfestingar ár-
angri Kínverja í þessu efni má nefna, að kunnugt er að teppi
það, sem kínverska þjóðin gaf Sameinuðu þjóðunum og
hangir í fordyri húss S.þ. í New York, er meðhöndlað með
jarðhitavatni.
Þá má nefna að jarðhitasérfræðingar, sem hafa verið við
störf í Indonesíu, hafa haft orð á því, að einstæðan árangur
mætti fá með þvottum úr jarðhitavatni á því landsvæði.
Hliðstæð reynsla erfyrirhendi íTyrklandi. Jarðhitasvæðið
í Kizildere í Menderesdalnum í sunnanverðu landinu er
vatnsmikið. Þetta vatn þótti svo gott til þvotta, að þaðan
hefur verið gerð sjö km löng vatnslögn að vefnaðarverks-
miðju í nágrenninu. Er bleiking meiri og litir verða skærari
á dúkunum. Verksmiðjur, sem ekki njóta þessa vatns
þarna, telja sig ekki geta keppt við þau vörugæði sem nást
með þessu vatni.
Efnasamsetning vatnsins í Kizildere er okkur vel kunn
hér sökum annarra viðfangsefna. Því var hægt að bera það
saman við aðstæður hér á landi og í ljós kom að jarðhitaað-
stæður í Hveragerði voru ekki ósvipaðar. I Hveragerði var
til þvotta
rekið þvottahús á stríðsárunum, sem annaðist þvott fyrir
herinn, og þegar hér var komið sögu, 1987, hafði Þvotta-
húsið Hveralín starfað þar í þrjú ár. Forstöðukona þvotta-
hússins, Auður Guðbrandsdóttir, skýrði frá reynslu sinni
svofellt: „Þvottahúsið Hveraltn hefir frá upphafi notað
hveragufu í þvottavélarnar. Hveragufan er fengin frá sam-
eiginlegri gufuveitu á staðnum, sem raunar gefur gufu
blandaða nokkru af hveravatni". Aðspurð tjáði forstöðu-
konan höf. að þvottur frá sér væri talinn mýkri en áður var,
þegar sömu þvottar fóru fram í Reykjavík, og að þvottar
væru fallegri (ljósari) hjá sér en hún þekkti til annarsstað-
ar, þrátt fyrir minni bleikingu. Sömu sögu væri að segja frá
Elliheimilinu í Hveragerði, en það notaði einnig gufu frá
hverasvæðinu á sína þvottavél.
Nú var ákveðið að kanna þetta mál nánar í þvottahúsinu
Hveralín. Guðjón Hjartarson, verksmiðjustjóri á Álafossi,
lagði til sýni af óþvegnu prjóni frá verksmiðju sinni. Voru
þau annars vegar þvegin í vélunum á venjulegan hátt með
hveragufuhituðu vatni og hins vegar úr óblönduðu hvera-
vatni. Raunin varð sú að sýnið, sem þvegið var með hvera-
vatninu, var bæði áferðarbetra og mýkra.
Ástæður þær sem valda vinsældum hveravatns ti 1 þ votta
á vefnaðarvöru eru að öllum líkindum fleiri en ein. Augljós
er sá ávinningur sem er af hitastigi vatnsins og oft á tíðum
yfirfljótandi magni þess miðað við aðstæður. En margt
bendir til þess að fleira sé þarna að verki og berast þá
böndin að efnainnihaldi hveravatnsins, sem er til muna
frábrugðið venjulegu fersku vatni.
Varla þarf að taka fram hér, að fyrir hendi er mikill fjöldi
efnagreininga á jarðhitavatni svo og öðru vatni, bæði af
hérlendum og erlendum uppruna. Hins vegar skortir heim-
ildir og prófanir á því hvaða efni í vatninu það eru einkum
sem valda umræddum áhrifum. Álitið var að ekki yrði úr
því skorið með nokkurri vissu, án þess að gera viðeigandi
prófanir.
Sú greinargerð sem hér fer á eftir nær til tveggja þátta
rannsóknanna sem gerðar voru, þ.e. skýrslu um niðurstöðu
handvirkra þvottaprófana á lauga- og hveravatni og niður-
stöður verksmiðjuprófana.
HANDVIRKAR
SAMANBURÐARPRÓFANIR
Þróuð var einföld handvirk aðferð, þar sem efnin fengu
nákvæmlega sömu meðferð, en vatnstegundin og hin
þvegnu efni voru mismunandi.
Fyrstu fimm prófanirnar voru gerðar á baðmullarefnum
sem óhreinkuð voru með málningardufti. Borinn var sant'
an þvottur þveginn með kranavatni frá Hitaveitu Reykja-
víkur (1987) og því blönduðu við venjulegt kranavatn
50 VERKTÆKNI