Neytendablaðið - 01.10.1969, Page 5

Neytendablaðið - 01.10.1969, Page 5
Skrifstofa samtakanna hafði tafarlaust símasamband við forstöÖu- mann viðkomandi mjólkurbús. Tjáði hann okkur að mjólk frá mjólk- urbúinu væri víða seld en hvergi væri undan henni kvartaÖ nema í áðurgreindu þorpi. Annars hefði Mjólkureftirlit ríkisins verið beðið að athuga málið og auk þess hefði mjólkurbúið sjálft sent sýnishorn af mjólkinni til Reykjavíkur til rannsóknar. Mjólkureftirlitið staðfesti þetta. Samdægurs barst Neytendasamtökunum bréf frá Osta- og Smjör- sölunni þess efnis, að Osta- og smjörsalan hefði fyrir hönd Mjólkurbús ...... beðið Rannsóknarstofnun fiskiÖnaðarins að rannsaka aðsent mjólkursýnishorn. Fylgdi með niðurstaða Rannsóknarstofu fiskiðnað- arins, sem var í höfuSatriðum á þessa leið: Rannsakað: 1 líter mjólkur í plastpoka. Gæði mjólkurinnar: Góð. Samdægurs hringdi á skrifstofu Neytendasamtakanna Mjólkureftir- lit ríkisins og taldi að ásakanirnar um gallaÖa vöru viðkomandi mjólk- urbús hefðu ekki við rök að styðjast, þar sem áðurnefnd rannsókn hefði talið mjólkina fyrsta flokks. NEYTENDABLAOID 5

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.