Neytendablaðið - 01.10.1969, Blaðsíða 36
Ábyrgð framleiðanda gildir í 12 mámi'öi frá söludegi vörunnar í
verzlun. Telji kaupandi sig ekki fá viðunandi úrlausn vegna hins
meinta galla, verður hann að snúa sér til Neytendasamtakanna innan
12 daga.
Me.'stari, sem notar ábyrgðarmerkið er skyldur til að taka aftur við
gallaðri vöru innan viku frá því að tilkynnt var um gallann/eða að
dómi matsmanns, og skila vörunni aftur í óaðfinnanlegu ástandi til
kaupandans eins fljótt og auðið er. Neiti meistarinn að gera við hlut,
sem reynzt hefur gallaður að dómi matsnefndar, verður gert við hlut-
inn á kostnað meistarans.
NO.
fRAMLEIDANDi
HÚSGAGNAMEISTARA-
FÉLAGI REYKJAVÍKUR
l ., - ■•. — --- \
Hvað er galli í húsgögnum?
Ákveðnar reglur gilda um þær lágmarkskröfur, sem framleiðendur
verða að gera til vöru sinnar. Rétt þykir að birta aftur í Neytenda-
blaðinu reglugerð H. M. F. R.
1. grein. Viður skal vera vel þurr, eða ca. 8%. Þetta á jafnt við um
plötur sem annan við.
2. gr. Skúffuhliðar skulu vera úr góðri furu,- birki, brenni, eik eða
öðrum harðvið (ekki úr mjúkviði). Ef skúffuforstykki eru spónlögð
eiga þau að vera kantlímd að ofan.
3. gr. Spónleggja skal aila hluti beggja megin, sem spónlagðir eru.
4. gr. Spónplötur og hörplötur í hurðum og öðrum hreyfanlegum
hlutum skulu vera kantlímdar á tveim köntum.
5. gr. Séu notaðar spónplötur og hörplötur verður að gera sérstakar
ráðstafanir til þess að fá gott skrúfuhald þar sem festingar er þörf.
6. gr. Allar samsetningar skulu vera traustar, falla vel saman og
snyrtilega frágengnar.
7. gr. Skrár, lamir, höldur og önnur málmvara skal vera úr góð-
málmi.
8. gr. Áferð skal loka vel viðnum, svo að fita og óhreinindi komist
ekki í hann, vera mjúk viðkomu og hluturinn allur vel frágenginn.
9. gr. Allar brúnir skulu vera mjúkar viðkomu og fletir auðveldir
í hreinsun.
36
NEYTENDABLAOIÐ