Neytendablaðið - 01.10.1969, Blaðsíða 17

Neytendablaðið - 01.10.1969, Blaðsíða 17
Brick umbúðirnar (Sjá myndir). Þessi nýja „fernutegund" er fyrir- ferðarlítil, en allt er á huldu með kostnað við hana, aðeins vitað að hann verður allmiklu meiri en við hyrnur og alls ekki lægri en við fernur. Að öllum líkindum verða þetta 1 líters umbúðir. En sá hængur fylgir þessari nýjung, að komi Tetra Brick umbúðir á markaðinn verða 'fernurnar að víkja (samkvæmt frásögn forstjóra Mjólkursamsölunnar). AAikið skortir á, að nægilegt magn ferna sé í mjólkurbúðum til að fullnægja eftirspurninni. Orsökin fyrir þessu er alvarlegt þrátefli milli Kassagerðar Reykjavíkur h.f. og viðskiptamálaráðuneytisins annars vegar og Mjólkursamsölunnar hins vegar. Kassagerðin hefur boðizt til að hefja framleiðslu á fernuumbúðum með vélum og hráefni frá Banda- ríkjunum og talið slíkt hagstætt fyrir íslenzkan iðnað. Mjólkursam- salan heldur því hins vegar fram, að fyrirhuguð fernutegund Kassa- gerðarinnar yrði dýrari í framleiðslu en fernutegundin Tetra Rex, sem nú er í notkun. Viðskiptamálaráðuneytið skarst í leikinn, — Kassa- gerðinni til stuðnings, og bannaði frjálsan innflutning á fernuefni. Hins vegar er innflutningur á hyrnuefni frjáls! Meðan innflutningur á fernuefni er háður leyfum, neitar Mjólkur- samsalan í Reykjavík að kaupa til landsins dýrar mjólkuráfyllingar- vélar fyrir fernur, þar sem slík fjárfesting sé varasöm, — allt sé á huldu um notkunargildi vélanna í framtíðinni. Síðastliðinn vetur fjallaði sér- stök nefnd, sem var skipuð af ríkisvaldinu, um fernumálið, og komst að þeirri niðurstöðu, að ekki væri hægt að mæla sérstaklega með til- hoði Kassagerðarinnar. — Þetta nefndarálit hefur samt í engu breytt stefnu viðskiptamálaráðuneytisins í „fernumálinu". Það er vegna þessa þráteflis, að neytendur geta ekki keypt mjólk t fernuumhúðum í dag í eins stórum stíl og þeir óska. Þetta þrátefli verður tafarlaust að taka enda. Neytandinn hefur ótvíræðan hag af því að geta valið úr sem flest- um tegundum mjólkurumbúða. En ekki er hægt að búast við að mjólk- urstöð geti framleitt mjólk í mjög mörgum umbúðartegundum án þess þess að framleiðslukostnaður hækki mjög mikið; fyrir hverja nýja um- búðategund þarf dýrar vélar og gott rými. Þess vegna verður hver mjólkurstöð að velja og hafna, og þar sem smekkur manna er breyti- legur hlýtur valið alltaf að vera umdeilanlegt. Neytendur geta fyrst og fremst gert þá kröfu að mjólk verði framleidd í sem flestum umbúðar- tegundum án þess að umbúðakostnaðurinn verði óeðlilega hár. 1 Ijósi þessa er raunhæft að krefjast eftirfarandi atriða af Mjólkur- samsölunni í Reykjavík: 17 NEYTENDABLADIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.