Neytendablaðið - 01.10.1969, Page 17

Neytendablaðið - 01.10.1969, Page 17
Brick umbúðirnar (Sjá myndir). Þessi nýja „fernutegund" er fyrir- ferðarlítil, en allt er á huldu með kostnað við hana, aðeins vitað að hann verður allmiklu meiri en við hyrnur og alls ekki lægri en við fernur. Að öllum líkindum verða þetta 1 líters umbúðir. En sá hængur fylgir þessari nýjung, að komi Tetra Brick umbúðir á markaðinn verða 'fernurnar að víkja (samkvæmt frásögn forstjóra Mjólkursamsölunnar). AAikið skortir á, að nægilegt magn ferna sé í mjólkurbúðum til að fullnægja eftirspurninni. Orsökin fyrir þessu er alvarlegt þrátefli milli Kassagerðar Reykjavíkur h.f. og viðskiptamálaráðuneytisins annars vegar og Mjólkursamsölunnar hins vegar. Kassagerðin hefur boðizt til að hefja framleiðslu á fernuumbúðum með vélum og hráefni frá Banda- ríkjunum og talið slíkt hagstætt fyrir íslenzkan iðnað. Mjólkursam- salan heldur því hins vegar fram, að fyrirhuguð fernutegund Kassa- gerðarinnar yrði dýrari í framleiðslu en fernutegundin Tetra Rex, sem nú er í notkun. Viðskiptamálaráðuneytið skarst í leikinn, — Kassa- gerðinni til stuðnings, og bannaði frjálsan innflutning á fernuefni. Hins vegar er innflutningur á hyrnuefni frjáls! Meðan innflutningur á fernuefni er háður leyfum, neitar Mjólkur- samsalan í Reykjavík að kaupa til landsins dýrar mjólkuráfyllingar- vélar fyrir fernur, þar sem slík fjárfesting sé varasöm, — allt sé á huldu um notkunargildi vélanna í framtíðinni. Síðastliðinn vetur fjallaði sér- stök nefnd, sem var skipuð af ríkisvaldinu, um fernumálið, og komst að þeirri niðurstöðu, að ekki væri hægt að mæla sérstaklega með til- hoði Kassagerðarinnar. — Þetta nefndarálit hefur samt í engu breytt stefnu viðskiptamálaráðuneytisins í „fernumálinu". Það er vegna þessa þráteflis, að neytendur geta ekki keypt mjólk t fernuumhúðum í dag í eins stórum stíl og þeir óska. Þetta þrátefli verður tafarlaust að taka enda. Neytandinn hefur ótvíræðan hag af því að geta valið úr sem flest- um tegundum mjólkurumbúða. En ekki er hægt að búast við að mjólk- urstöð geti framleitt mjólk í mjög mörgum umbúðartegundum án þess þess að framleiðslukostnaður hækki mjög mikið; fyrir hverja nýja um- búðategund þarf dýrar vélar og gott rými. Þess vegna verður hver mjólkurstöð að velja og hafna, og þar sem smekkur manna er breyti- legur hlýtur valið alltaf að vera umdeilanlegt. Neytendur geta fyrst og fremst gert þá kröfu að mjólk verði framleidd í sem flestum umbúðar- tegundum án þess að umbúðakostnaðurinn verði óeðlilega hár. 1 Ijósi þessa er raunhæft að krefjast eftirfarandi atriða af Mjólkur- samsölunni í Reykjavík: 17 NEYTENDABLADIÐ

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.