Neytendablaðið - 01.10.1969, Blaðsíða 23
Sjónvarpsauglýsingar
„Á hvem annan hátt er unnt að gera
4 ára gamalt ham sér jafn vel meðvitandi
um ákveðið vömmerki og með því að
auglýsa það í sjónvarpi? Hve mikils virði
er það fyrir framleiðanda að innprenta
vörumerki sitt rækilega í huga þeirra ungu
og halda áfram að innprenta það í huga
barnanna á þann hátt, sem framleiðand-
inn helzt kýs, allt fram til þess tíma, sem
barnið verður fullorðið og sjálft kaup-
andi?“
— Auglýsing í bandarísku verzlunartímariti
frá sjónvarpsstöð, þegar þær voru að hefja
starfsemi sína fyrir rúmum 20 árum.1)
Tilefni þessarar greinar er að meta réttmæti sjónvarfsaug-
lýsinga á Islandi. Þær verður að skoða í víðtæku samhengi við
sjónvarfsauglýsingar annars staðar og auglýsingar almennt.
Við eftirfarandi heimildir verður aðallega stuðzt í grein-
inni: „Auglýsingar frá sjónarmiði gagnrýnanda ', í tímaritinu
„Journal of Marketing', eða „Markaðsmál", okt. 1962, eftir
Colston E. Warne, forseta handarísku neytendasamtakanna;
hókin „The Hidden Persuaders", „duldu áróðursmennirnir",
eftir Bandaríkjamanninn Vance Packard; grein í handaríska
neytendatímaritinu „Consumer Reforts", júlí 1967; og auk
þess nýsjálenzka neytendatímaritið „Consumer" og danska
neytendahlaðið „Tænk".
NEYTENDABLAÐID
23