Neytendablaðið - 01.10.1969, Blaðsíða 60

Neytendablaðið - 01.10.1969, Blaðsíða 60
bandarísku neytendasamtakanna. Þetta blað kemur út í tæplega tvcim milljónum eintaka og í sambandi við blaðið eru reknar miklar rann- sóknarstofur. Aldrei er kveðinn upp dómur í blaöinu yfir neinni vöru- tegund nema á undan fari nákvæm rannsókn, og þótt sumir dómar blaðsins séu harðir er ekki vitað að nokkur framleiðandi eða seljandi í Bandaríkjunum hafi höfðað mál á hendur því. Brezka neytendablaðið „Which“ kemur út í u. þ. b. 800.000 ein- tökum og nýtur mikillar virðingar. Þetta blað lét einnig fara fram sér- staka rannsókn á „lífrænum" þvottaefnum og komst að sömu niÖur- stöðu og bandaríska timaritið, — að umrædd þvottaefni hefðu lítið eða ekkert hagnýtt gildi. í því blaði var sérstaklega fjallað um töfra- efnið Luvil. Eiginleikar „lífrænu“ þvottaefnanna felast í hinum svonefndu enzymum, sem kljúfa auðveldlega eggjahvítuefni. Enzym eru mjög dýr í framleiðslu og eru því aðeins lítill hluti undraéfnanna, sem eru á markaðnum. Efnafræðingar á íslandi hafa tjáð okkur, að enzym séu sérstaklega vel til þess fallin að eyða óhreinindum úr eggjahvítuefnum en hafi engin áhrif á önnur óhreinindi (t. d. úr fituefnum). Enzym vinna ein- ungis við ákveðið hitastig, sem ekki má vera hærra en 30°, en þó er sagt að nýjar ewzyrtt-tegundir séu að koma á markaðinn, sem þola allt að 70° hita. Algerlega er óvíst hvort nýju ettzym-tegundimar séu í innfluttu undraefnunum á Islandi. I „Húsfreyjunni", blaði Kvenfélagasambands íslands, 2. tbl. 1969, er sagt frá ákveönum hliðarverkunum enzymanna, og er heimildin norska neytendablaðið ,,Forbruker-Rapporten“. Enzym geta ekki aðeins leyst upp eggjahvítuefni heldur og rnyndað efni, sem getur leyst upp suma málma, einkum zink. Undraefnin geta þannig eyðilagt renni- lása o. fl. Hvernig má samræma álit efnafræðinganna á áhrifamætti enzyma og hörðum dómi erlendra neytendasamtaka á þeim þvottaefnum, sem innihalda enzym? Því miður er ekki hægt að gera sjálfstæða rannsókn á íslandi á þeirn vegiia kostnaðar og tæknilegra erfiðleika. Hins vegar rná svara því til, að það sé tvennt ólíkt hvað enzym geta fræðilega gert og hvað þvottaefni með dálítið magn enzyma geta gert í notkun, en það var notkunargildið, sem erlendu neytendasamtökin athuguðu. Og það er einnig ólíkt hvað enzymin geta gert í höndum fólks, sem virki- lega trúir á töframátt þeirra og telja allan góðan þvott af þeim stafa. Annars er óhætt að leggja áherzlu á þessar staðreyndir viðvíkjandi milljónum efnakljúfa sjálfrar náttúrunnar: 60 HEYTENDABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.