Neytendablaðið - 01.10.1969, Page 25

Neytendablaðið - 01.10.1969, Page 25
Blaðaauglýsingar þurfa meir að byggjast á skrifuðum tcxta en aðrar auglýsingar. Nýjasta tegund auglýsinga, sjónvarpsauglýsingar, þurfa hins vegar minna að byggja á skrifuðum texta og almennum upplýs- ingum um vöruna, en aðrar auglýsingar og þurfa því minna að skír- skota til skynsemi. Þær fjalla því aðallega um hluti, sem koma raun- verulegri fræðslu um auglýstu vöruna ekkert við. Sjónvarpsauglýsingar hér á Islandi geta stundum verið góðar skrítl- ur, reynt er að laða kaupendur með því að tengja auglýstu vöruna einhverju skemmtilegu, sem í raun og veru kemur vörunni ekkert við. Frægasta dæmið hér er sennilega auglýsing Ilerrahússins um Kóróna- föt, þar sem Bessi Bjarnason leikur snilldarvel. Stundum er höfðað til tilfinninga væntanlegs kaupanda á öllu vafasamari hátt, eins og til ótta og öryggisleysis, sbr. auglýsingu frá tryggingarfélagi, þar sem fyrst sést mynd af lítilli stúlku og þessu næst bruni, — litla stúlkan virðist brenna, og með þessu fvlgir textinn: „Þetta gæti verið vðar hús, vðar heimili". Tilgangur auglýsingarinnar er: Trygging á innbúi. Sumir verja auglýsingar með þeim rökum, „að það sé móðgun við skynsemi neytandans að gera ráð fyrir að hann sjálfur geti ekki dæmt NEYTENDABLADIÐ 25

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.