Neytendablaðið - 01.10.1969, Page 39

Neytendablaðið - 01.10.1969, Page 39
á að fá hana samþykkta. Væri ég spurður um, hvað slík reglugerð þyrfti að innihalda, til að ná tilgangi sínum og koma á þeim umbótum, sem tryggt geta neytendum meiri gæði nýs neyzlufisks heldur en nú eru að jafnaði fyrir hendi á markaðnum, þá mundi ég gera kröfu til, að þessi ákvæði um meðferð fisks væru í reglugerðinni: 1. Á innanlandsmarkað sé aðeins seldur fiskur, sem veiddur er á línu með handfærum eða togveiðarfærum. 2. Allur fiskur sé örugglega vel blóðgaður strax og hann kemur inn í bátinn. 3. Að fiskurinn sé ekki slægður fyrr en honum hefur blætt vel út. 4. Að allur fiskur fyrir innanlandsmarkað sé settur í kassa strax á miðunum og geymdur í þeim yfir veiðiferðina og fluttur á land í kössunum. 5. Yfir tímabilið frá 1. maí—1. nóvember sé fiskurinn slægður og þveginn áður en hann er settur í kassana og þá líka kældur niður með ís. Þetta gildir um fisk þó komið sé að landi með hann dag- lega. 6. Allur fiskur veiddur með togveiðarfærum slægist, þvoist og ísist í kassana allt árið, þó komið sé að landi með hann daglega. 7. Fisk, sem komið er með að landi daglega yfir köldustu mánuðina, skal strax slægja, þegar að landi er komið. Þá skal fiskurinn líka þveginn og ísaður í hreina kassa áður en hann er sendur á markað. 8. Fiskur, sem veiddur er á smábátum, þar sem ekki er hægt að koma við kössum, meðan á sjóferð stendur, skal settur í kassa þegar komið er að landi og þannig fluttur frá borði. 9. í öllum fisksölubúðum skal fiskur, sem býður sölu, kældur niður með ís og hafður í kössum. NEYTENDABLAÐID 39

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.