Neytendablaðið - 01.10.1969, Side 40

Neytendablaðið - 01.10.1969, Side 40
Þcgar ég taía hér að íraman um nauðsyn á því aS slægja, jpvo og ísa allan íisk, sem veiddur er með togveiðarfærum árið um kring, en sleppa ekki úr köldustu mánuðum ársins, eins og lagt er til að gert sé, þegar um iínu- og handfæraveiddan fisk er að ræða, þá er ástæðan sú, að endurteknar rannsóknir viða um heim hafa sannað, að mikið meira er af rotnunargerlum á roði og í tálknum fisks, sem veiddur er með togveiðarfærum heldur en á línu eða handfæri. Mér er ekki fyllilega kunn ástæðan fyrir þessu, en þó gæti ég hugsað mér, að ástæðurnar væru tvær. Sú fyrri,, að hotnvarpa og dragnót róta alltaf eitthvað upp botni. Hin siðari, sem ég tel miklu veigameiri, er sú, að fiskurinn verð- ur fyrir talsverðum þrýstingi í vörpunni og eins þegar hinir svokölluðu fiskipokar eru teknir við losun hennar. Við slíkan þrýsting pressast ætisúrgangur út úr görn fisksins, og að sjálfsögðu er hann mengaður rotnunargerlum. Eg taldi rétt að skýra þetta, svo fólk viti, hvað þess- um mismun veldur. Margt af þeim fyrirmælum, sem ég set hér frant, sem nauðsynleg í slíkri reglugerð, er að framan greinir, eru í reglum íslenzka fiskmats- ins um meðferð á nýjum fiski til vinnslu, en hins vegar ekki öll. Ég \’il ganga lcngra, livað viðkemur geymslu fisksins um horð í veiðiferð og uppskipun í höfn. Þarna er okkur hvað mest ábótavant í meðferð á nýjum fiski. Þó líklega almest hvað viðkemur uppskipuninni. En til þess að bæta úr þessum ágöllum er notkun kassanna lífsnauðsynleg. Ég held að úr þessu verði ekki bætt svo vel fari á annan hátt. Sagt er, að norskar rannsóknir hafi leitt í ljós, að geymsluþol nýs fisks styttist í það minnsta um einn sólarhring í hvert skipti sem fiskinum er kastað til. Fáist samþykkt reglugerð um meðferð á nýjum neyzlufiski, sem er seldur á höfuðborgarsvæðinu, í megin atriðum í því formi, sem stungið er upp á í þessari grein, þá væri stórt spor stigið til menningarauka á þessu sviði hér í Reykjavík. Ég tel það vera í verkahring Neytenda- samtakanna að vinna eftir getu að slíkri þróun þessa máls. 40 NEYTENDABLAÐIÐ

x

Neytendablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.