Neytendablaðið - 01.10.1969, Side 42

Neytendablaðið - 01.10.1969, Side 42
og hins vegar að setja fiskinn ekki í kassa fyrr en eftir löndun og ísa hann þá.“ — Hér má bæta við að hafin er hér á fslandi framleiðsla sérstakra plastkassa í þessu skyni; kunnáttumenn telja kostnaðaraukann vegna kassanna ekki munu verða mjög mikinn. Heilbrigðisyfirvöld eru samþykk því að nauðsynlegt er að hafa fisk- inn vel kældan en telja ýmsa örðugleika vera hér í vegi. Segir m. a. í umsögninni: „Af 45 fiskbúðum hér í borginni hafa 39 kælirými, en sum þeirra geta þó ekki talizt fullnægjandi. ... Hér er aftur komið að kostnaðarhlið málsins, sem ekki verður sniðgengin.“ Það er skoðun stjórnar Neytendasamtakanna, að sá fisksali, sem ekki hefur kælirými í húð sinni, valdi hæði neytendum og sjálfum sér slíku tjóni, að hann hafi engan siðferðilegan rétt til fisksölu. Einnig segir í umsögn heilbrigðisnefndar, að „í byrjun næsta árs taka gildi hin nýju lög um hollustuhætti og heilbrigðisreglugerð. í þá reglugerð þarf að setja strangari ákvæði um meðferð neyzlufisks, þar sem megináherzla verði lögð á kælingu fisksins frá því að hann er veiddur og þangað til neytandinn fær hann í hendur.“ — Þessu er stjórn Neytendasamtakanna fullkomlega samþykk, og hefur hún því sent nefnd þeirri, sem reglugerðina á að semja, erindi um málið. Að lokum segir í umsögninni: „Ekki verður skilið við þetta mál án þess að henda á þá staðreynd, að í dag fer hezti fiskurinn í vinnslu til útflutnings, en sá lakari lendir á innanlandsmarkaðnum. Gera þarf því ráðstafanir til þess að fiskdreifingarkerfið verði endurskipulagt og meðferð aflans hætt, þannig að innanlandsmarkaðnum, eins og erlenda markaðnum, sé tryggð fyrsta flokks vara." Hvers vegna er innanlandsmarkaðnum ekki tryggð fyrsta flokks vara? Höfuðorsökin liggur vafalaust í því að fiskmatsmenn álíta aðeins mat á fiski, sem ætlaður er til útflutnings, vera í sínum verkahring. Margir fisksalar hafa skýrt svo 'frá, að forstöðumenn báta eða jafn- vel togara hafi stundum samband við þá og hjóði þeim fisk, sem fiski- matið hafi neitað að setja í 1. flokk. Þennan fisk verða fisksalarnir að kaupa sem 1. flokks vóru og þar að auki á „uppsprengdu" verði. Fisk- matsmenn hafa staðfest þetta og segja, að forsvarsmenn útgerðar leiki oft þann leik að skáka fiskmatinu með því að setja á innanlandsmarkað fisk, sem fiskmatsmenn eru ekki ánægðir með. Hér verður að ráða bót á. Samkvæmt reglugerð ferskfiskeftirlitsins (frá 1961) er „starfsmönnum ferskfiskeftirlitsins heimilt að fara um borð í öll fiskiskip og á hvern þann stað, þar sem fiskur er unninn" 42 NEYTENDABLAÐIÐ

x

Neytendablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.